Arnar Örn nýr formaður NMK

Arnar Örn Ingólfsson, nýr formaður NMK.
Arnar Örn Ingólfsson, nýr formaður NMK.

Árshátíð Nemendafélags MK fór fram nýverið, í skugga nýafstaðins kennaraverkfalls. Hátíðin, sem fór fram í íþróttahúsinu Digranesi, var vel sótt og skemmtu gestir sér vel.

Í árshátíðarvikunni hefur myndast sú hefð í MK að kosningar fari fram fyrir næsta skólaár. Ný stjórn nemendafélagsins var kosin. Í henni sitja Arnar Örn Ingólfsson, formaður, Bjarni Haukur Magnússon, ritari, Metúsalem Björnsson, gjaldkeri og Berglind Þóra Bragadóttir, margmiðlunarstjóri.

Aðspurður segist Arnar vera spenntur fyrir næsta skólaári. Á síðustu árum hefur félagslífið verið í mikilli uppsiglingu og kveðst Arnar ætla að halda þeirri uppbyggingu áfram. Undirbúningur er strax hafinn fyrir næsta skólaár því busaballið verður snemma á næsta ári og sömuleiðis móttökudagur fyrir nýnema og nýnemaferðin. Næst á dagskrá hjá MK-ingum eru þó langir dagar sem fara í próflestur og lærdóm.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór