Arnar Örn nýr formaður NMK

Arnar Örn Ingólfsson, nýr formaður NMK.
Arnar Örn Ingólfsson, nýr formaður NMK.
Arnar Örn Ingólfsson, nýr formaður NMK.

Árshátíð Nemendafélags MK fór fram nýverið, í skugga nýafstaðins kennaraverkfalls. Hátíðin, sem fór fram í íþróttahúsinu Digranesi, var vel sótt og skemmtu gestir sér vel.

Í árshátíðarvikunni hefur myndast sú hefð í MK að kosningar fari fram fyrir næsta skólaár. Ný stjórn nemendafélagsins var kosin. Í henni sitja Arnar Örn Ingólfsson, formaður, Bjarni Haukur Magnússon, ritari, Metúsalem Björnsson, gjaldkeri og Berglind Þóra Bragadóttir, margmiðlunarstjóri.

Aðspurður segist Arnar vera spenntur fyrir næsta skólaári. Á síðustu árum hefur félagslífið verið í mikilli uppsiglingu og kveðst Arnar ætla að halda þeirri uppbyggingu áfram. Undirbúningur er strax hafinn fyrir næsta skólaár því busaballið verður snemma á næsta ári og sömuleiðis móttökudagur fyrir nýnema og nýnemaferðin. Næst á dagskrá hjá MK-ingum eru þó langir dagar sem fara í próflestur og lærdóm.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar