Arnar Örn nýr formaður NMK

Arnar Örn Ingólfsson, nýr formaður NMK.
Arnar Örn Ingólfsson, nýr formaður NMK.

Árshátíð Nemendafélags MK fór fram nýverið, í skugga nýafstaðins kennaraverkfalls. Hátíðin, sem fór fram í íþróttahúsinu Digranesi, var vel sótt og skemmtu gestir sér vel.

Í árshátíðarvikunni hefur myndast sú hefð í MK að kosningar fari fram fyrir næsta skólaár. Ný stjórn nemendafélagsins var kosin. Í henni sitja Arnar Örn Ingólfsson, formaður, Bjarni Haukur Magnússon, ritari, Metúsalem Björnsson, gjaldkeri og Berglind Þóra Bragadóttir, margmiðlunarstjóri.

Aðspurður segist Arnar vera spenntur fyrir næsta skólaári. Á síðustu árum hefur félagslífið verið í mikilli uppsiglingu og kveðst Arnar ætla að halda þeirri uppbyggingu áfram. Undirbúningur er strax hafinn fyrir næsta skólaár því busaballið verður snemma á næsta ári og sömuleiðis móttökudagur fyrir nýnema og nýnemaferðin. Næst á dagskrá hjá MK-ingum eru þó langir dagar sem fara í próflestur og lærdóm.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn