Arnarnesvegur opnar í haust

Framkvæmdir við nýbyggingu Arnarnesvegar frá mislægum gatnamótun á Reykjanesbraut að Fífuhvammsvegi eru á áætlun, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Verkið felst í því að leggja nýjan 1,6 km langan veg frá mislægum gatnamótum við Reykjanesbraut og austur fyrir Fífuhvammsveg. Framkvæmdir hófust í fyrrahaust en verktakar eru Suðurverk og Loftorka Reykjavík. Verkinu á að vera lokið 1. október í haust og umferð þá hleypt á hinn nýja veg sem mun létta mjög á umferð um Fífuhvammsveg. Á vegkaflanum verða þrenn gatnamót og tvenn steypt undirgöng. Verkefnið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Kópavogs, Garðabæjar og veitufyrirtækja.

Mynd: Vegagerðin.
Mynd: Vegagerðin.

Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að vegna verksins var þörf á að færa háspennustrengi OR og er því verki nú lokið. Einnig hefur verið lögð gönguleið til bráðabirgða  sem verður notuð þar til undirgöng við væntanlegt hringtorg verða komin í gagnið. Til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda var stóru röri komið fyrir í gegnum vinnusvæðið og liggur umferð vinnuvéla þá yfir rörið. Þarna er nokkur umferð gangandi, sérstaklega yngri vegfarenda á leið í og úr skóla og tómstundastarfi. Rörið sem virkar þá eins og undirgöng var sett til að koma í veg fyrir gangandi umferð á vinnusvæðinu sjálfu og til að gangandi þyrftu ekki að leggja á sig stóran krók. Einnig er skólabíll á morgnana kl. 7:50 við torgið á Þorrasölum og leggur hann af stað kl. 8:00. Sprengivinna er í gangi sem alltaf er óþægileg fyrir þá sem næstir búa en komið hefur verið fyrir mælum á nokkrum húsum til að fylgjast með því að styrkur sprenginga standist útboðsskilmála og hefur styrkurinn verið vel undir þeim mörkum, að sögn Vegagerðar. Mælar eru og færðir á milli húsa til að fá sem besta mynd af því sem er að gerast. Vinnan við undirgöng gengur einnig vel en búið er að steypa plötu við undirgöng við Reykjanesbraut en reiknað með að því verki ljúki í vor en framkvæmdirnar við undirgöng við Þorrasali fara í gang í apríl mánuði.

Lengi hefur staðið til að tengja Arnarnesveg við Breiðholtsbraut og létta þar með um muna um umferð í efri byggðum bæjarins. Ekki er búið að full hanna þá leið og óljóst er um tímasetningu á þeirri framkvæmd.

Verkinu á að vera lokið 1. október í haust og umferð þá hleypt á hinn nýja veg sem mun létta mjög á umferð um Fífuhvammsveg.
Verkinu á að vera lokið 1. október í haust og umferð þá hleypt á hinn nýja veg sem mun létta mjög á umferð um Fífuhvammsveg.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn