Elstu börnin sem útskrifuðust í sumar frá leikskólanum Arnarsmára færðu, ásamt foreldrum þeirra, skólanum 25 bakpoka í kveðjugjöf. Í Arnarsmára fer fram mikil útikennsla og allir aldurshópar fara í ferðir út fyrir skólalóð einu sinni í viku. Eftir því sem börnin eldast verða ferðirnar lengri og tíðari og þá þarf að taka aukabúnað með; fatnað, vatn og nesti. Nýju pokarnir eru ætlaðir elstu börnunum hverju sinni til að nota í öllum sínum löngu og skemmtilegu ævintýraferðum.
