Arnarsmára barst góð gjöf

Elstu börnin sem útskrifuðust í sumar frá leikskólanum Arnarsmára færðu, ásamt foreldrum þeirra, skólanum 25 bakpoka í kveðjugjöf. Í Arnarsmára fer fram mikil útikennsla og allir aldurshópar fara í ferðir út fyrir skólalóð einu sinni í viku. Eftir því sem börnin eldast verða ferðirnar lengri og tíðari og þá þarf að taka aukabúnað með; fatnað, vatn og nesti. Nýju pokarnir  eru  ætlaðir  elstu börnunum hverju sinni til að nota í öllum sínum löngu og skemmtilegu  ævintýraferðum.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn