Árshlutareikningur Kópavogs lagður fram

Rekstrarniðurstaða samstæðu Kópavogsbæjar á fyrri hluta árs var í samræmi við fjárhagsáætlun. Í tilkynningu frá bænum kemur fram að rekstur fyrri hluta árs kemur að jafnaði verr út en á seinni hluta vegna þess að á fyrri hluta árs falla aðeins um 48-49% af skatttekjum ársins en stærri hluti útgjalda á ákveðnum sviðum. Gert hafði verið ráð fyrir 117 milljón króna tapi á tímabilinu en niðurstaðan varð 128 milljón króna tap. Skýringin er einkum lægri skatttekjur en áætlað hafði verið, líkt og hjá öðrum sveitarfélögum.

Þetta kemur fram í árshlutareikningi Kópavogs fyrir 1. janúar til 30. júní 2015 sem lagður var fram í bæjarráði í dag, 3. september.

„Miðað við árferði þá erum við nokkuð sátt. Launaáætlun gengur eftir í stórum dráttum og þá höfum við nú rétt eins og undanfarin ár lagt áherslu á aðhald í rekstri. Hins vegar þá óttast ég bakreikninga vegna nýrra kjarasamninga, breytinga á starfsmati og endurreiknaðra lífeyrisskuldbindinga sem munu hafa áhrif á niðurstöðu ársreiknings Kópavogsbæjar,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogsbæjar.

Rekstrarniðurstaða samstæðu fyrir fjármagnsliði, afskriftir og lífeyrisskuldbindingar var jákvæð um 1.895 milljónir króna. Þetta þýðir að framlegðarhlutfall samstæðu var um 16,3% en í reglum frá eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga er gert ráð fyrir að framlegðarhlutfallið sé á bilinu 15-20%

Árshlutareikninginn má nálgast hér:

Greinargerð með árshlutareikningi:

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar