Árshlutareikningur Kópavogs lagður fram

Rekstrarniðurstaða samstæðu Kópavogsbæjar á fyrri hluta árs var í samræmi við fjárhagsáætlun. Í tilkynningu frá bænum kemur fram að rekstur fyrri hluta árs kemur að jafnaði verr út en á seinni hluta vegna þess að á fyrri hluta árs falla aðeins um 48-49% af skatttekjum ársins en stærri hluti útgjalda á ákveðnum sviðum. Gert hafði verið ráð fyrir 117 milljón króna tapi á tímabilinu en niðurstaðan varð 128 milljón króna tap. Skýringin er einkum lægri skatttekjur en áætlað hafði verið, líkt og hjá öðrum sveitarfélögum.

Þetta kemur fram í árshlutareikningi Kópavogs fyrir 1. janúar til 30. júní 2015 sem lagður var fram í bæjarráði í dag, 3. september.

„Miðað við árferði þá erum við nokkuð sátt. Launaáætlun gengur eftir í stórum dráttum og þá höfum við nú rétt eins og undanfarin ár lagt áherslu á aðhald í rekstri. Hins vegar þá óttast ég bakreikninga vegna nýrra kjarasamninga, breytinga á starfsmati og endurreiknaðra lífeyrisskuldbindinga sem munu hafa áhrif á niðurstöðu ársreiknings Kópavogsbæjar,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogsbæjar.

Rekstrarniðurstaða samstæðu fyrir fjármagnsliði, afskriftir og lífeyrisskuldbindingar var jákvæð um 1.895 milljónir króna. Þetta þýðir að framlegðarhlutfall samstæðu var um 16,3% en í reglum frá eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga er gert ráð fyrir að framlegðarhlutfallið sé á bilinu 15-20%

Árshlutareikninginn má nálgast hér:

Greinargerð með árshlutareikningi:

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á