Ársreikningur Kópavogs 2014 lagður fram

Stöðugleiki í efnahagslífi og lítil verðbólga vegur að mestu leyti upp aukin útgjöld Kópavogsbæjar vegna launahækkana. Afkoma bæjarins fyrir árið 2014 er því í samræmi við fjárhagsáætlun þó að sveiflur séu á milli einstakra liða.

Þetta kemur fram í ársreikningi Kópavogsbæjar sem var lagður fram í bæjarráði í vikunni og verður lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Kópavogs þann 28. apríl.

Niðurgreiðsla skulda gengur samkvæmt áætlun, skuldahlutfall bæjarins lækkaði úr 185% í 175% á árinu 2014 en það var 242% þegar hæst var árið 2010. Skuldahlutfall A-hluta er nú 148% og er þar með komið undir lögbundið 150% viðmið. Samkvæmt aðlögunaráætlun verður skuldahlutfall samstæðu komið undir 150% viðmið árið 2018.

Rekstrarafgangur samstæðu Kópavogsbæjar var 660 milljónir króna á árinu 2014 en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 677 milljónum króna. Tekjur sveitarfélagsins námu 22,7 milljörðum en gert var ráð fyrir rekstrartekjum að fjárhæð 22 milljörðum króna. Eigið fé  nam í árslok 2014 ríflega 16,1 milljarði króna.

Laun og launatengd gjöld námu í heild 11 milljörðum og voru um 5% yfir áætlun en á móti kemur að tekjur voru 3% yfir áætlun og verðbætur lægri en áætlað var vegna lítillar verðbólgu. Heildarfjöldi starfsmanna hjá sveitarfélaginu var 2.825 í árslok 2014 en meðalstöðugildi voru 1.960.

„Það er ánægjulegt að afkoma bæjarins er í samræmi við þær áætlanir sem lagðar voru fram, skuldir halda áfram að lækka og skuldahlutfall sömuleiðis. Hins vegar er því ekki að neita miklar  hækkanir launaliða hafa sín áhrif, sem meðal annars birtist í því að útreikningur á lífeyrisskuldbindingum hækkar um 440 milljónir umfram áætlanir,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri.

Íbúar Kópavogsbæjar þann 1. desember 2014 voru 33.095 og fjölgaði þeim um 792 frá fyrra ári eða um 2,5% að því er fram kemur í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér