Ársreikningur Kópavogsbæjar 2019

Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar var 1,7 milljarður króna árið 2019 en gert hafði verið ráð fyrir 554 milljónum í fjárhagsáætlun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Mismunur á áætlun og niðurstöðu er sagður einkum vera vegna þess að gjaldfærsla lífeyrissjóðsskuldbindinga var mun lægri en gert hafði verið ráð fyrir. Þá var uppgert útsvar fyrir árið 2018 hærra en gert var ráð fyrir og uppgjör vegna lóðaúthlutana sömuleiðis, en ekki var sérstakalega áætlað fyrir þeim tekjum. Einnig var verðbólga lægri en áætlað var.

„Ársreikningur Kópavogsbæjar fyrir árið 2019 ber með sér hversu sterkur rekstur bæjarins er,“ er haft eftir Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra Kópavogs. „En það liggur fyrir að myndin í ár verður allt önnur og miklu verri vegna áhrifa Covid-19 á reksturinn. Við stöndum frammi fyrir umtalsverðri lækkun tekna og auknum kostnaði meðal annars vegna þess að viðhalds- og endurbótaverkefnum verður flýtt og atvinnuúrræðum fjölgað. Þá munum kostnaður vegna velferðarmála aukast mikið vegna atvinnuleysis. Þess verður þó að geta að Kópavogsbær er betur í stakk búin að mæta þessu áfalli en oft áður þar sem rekstur og efnahagur bæjarins er sterkur en um leið ljóst að kringumstæðurnar kalla á auknar lántökur. Því þarf að endurskoða fjárhagsáætlun ársins 2020.“

Fjárfestingar

Fjárfest var fyrir 3,1 milljarða í eigum bæjarins. Stærsta einstaka framkvæmdin var bygging húsnæðis fyrir Skólahljómsveit Kópavogs, en alls fóru 507 milljónir til þeirrar framkvæmdar 2019. Heita má að byggingu þess hafi verið lokið 2019 þó að vígslan færi fram 2020. Einnig var keypt nýtt húsnæði að andvirði um 100 milljóna að Ögurhvarfi 4a undir tónlistarskólann Tónsali og lagfært fyrir um 40 milljónir króna.

Alls var varið rúmlega 130 milljónum til endurnýjunar og viðhalds leik- og grunnskólalóða. Þá var rúmlega 450 milljónum varið til framkvæmda í skólum bæjarins. Vega þar þyngt framkvæmdir við Kársnesskóla, Kópavogsskóla og Smáraskóla.

Lokið var við endurnýjun Kópavogsvallar sem var framkvæmd að andvirði tæplega 300 milljónum.

Gatnaframkvæmdir ýmiskonar og framkvæmdir við hjólreiðastíga voru um 730 milljónir króna. Helstu framkvæmdir voru Vesturvör, Nesvör, Auðbrekkusvæði, Álalind og 201 Smárinn. Auk þess var unnið við Okkar Kópavogur og endurnýjun á gatnalýsingu. 

Niðurgreiðsla skulda

Vaxtaberandi skuldir í ársreikningi 2019 voru 30,6 milljarðar. Skuldahlutfall samstæðu er 102% en var 108% í lok árs 2018. Það var hæst 242% árið 2010.

Alls voru greiddir 7,2 milljarðar í afborganir lána en á móti voru tekin lán að fjárhæð um 6,7 milljarðar.

Tekjur

Tekjur Kópavogsbæjar námu 34,4 milljarða króna samkvæmt rekstrarreikningi fyrir A og B hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum að fjárhæð 33,7 milljörðum króna.

Rekstrartekjur A-hluta námu 32,9 milljörðum króna en fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir rekstrartekjum að fjárhæð 32 milljörðum króna. Rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð um 1,5 milljörðum króna en fjárhagsáætlun m/viðaukum gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu að fjárhæð 447 milljónum króna. 

Eigið fé samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi A og B hluta í árslok 2019 nam 30,4 milljörðum króna en eigið fé á A hluta nam 20,3 milljörðum króna.

Veltufé frá rekstri samstæðu var 3,8 milljarðar króna sem er heldur betra en áætlanir gerðu ráð fyrir. Veltufé frá rekstri sýnir hvað rekstur gefur af sér til að standa undir framkvæmdum og afborgunum lána.

Launakostnaður bæjarstjóra og bæjarfulltrúa lækkar

Laun og launatengd gjöld A og B hluta á árinu námu alls 18,2 milljarðar króna. Fjöldi á launaskrá í árslok var 2.568 en meðal stöðugildi á árinu voru 1.968 að undanskyldum vinnuskóla og vinnuframlagi í nefndum.

Laun og launatengd gjöld bæjarstjórnar, bæjarráðs og bæjarstjóra námu 108 milljónum á árinu 2019 sem er lækkun frá 2018 vegna lækkunar launa bæjarstjóra og bæjarfulltrúa sem átti sér stað árið 2018 en skilar sér að fullu í lækkun rekstrargjalda árið 2019.

Íbúar Kópavogsbæjar þann 1. desember 2019 voru 37.936 og fjölgaði þeim um 1.006 frá fyrra ári eða um 2,72%.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Pétur Hrafn Sigurðsson
2013-09-05-1749
Screenshot-2024-03-21-at-16.32.09
Vortónleikar 2021
Karsnesskoli
Halla
2015 Hverfafélag Smárahverfis
AB
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir