• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Ársreikningur Kópavogsbæjar 2019

Ársreikningur Kópavogsbæjar 2019
ritstjorn
05/05/2020

Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar var 1,7 milljarður króna árið 2019 en gert hafði verið ráð fyrir 554 milljónum í fjárhagsáætlun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Mismunur á áætlun og niðurstöðu er sagður einkum vera vegna þess að gjaldfærsla lífeyrissjóðsskuldbindinga var mun lægri en gert hafði verið ráð fyrir. Þá var uppgert útsvar fyrir árið 2018 hærra en gert var ráð fyrir og uppgjör vegna lóðaúthlutana sömuleiðis, en ekki var sérstakalega áætlað fyrir þeim tekjum. Einnig var verðbólga lægri en áætlað var.

„Ársreikningur Kópavogsbæjar fyrir árið 2019 ber með sér hversu sterkur rekstur bæjarins er,“ er haft eftir Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra Kópavogs. „En það liggur fyrir að myndin í ár verður allt önnur og miklu verri vegna áhrifa Covid-19 á reksturinn. Við stöndum frammi fyrir umtalsverðri lækkun tekna og auknum kostnaði meðal annars vegna þess að viðhalds- og endurbótaverkefnum verður flýtt og atvinnuúrræðum fjölgað. Þá munum kostnaður vegna velferðarmála aukast mikið vegna atvinnuleysis. Þess verður þó að geta að Kópavogsbær er betur í stakk búin að mæta þessu áfalli en oft áður þar sem rekstur og efnahagur bæjarins er sterkur en um leið ljóst að kringumstæðurnar kalla á auknar lántökur. Því þarf að endurskoða fjárhagsáætlun ársins 2020.“

Fjárfestingar

Fjárfest var fyrir 3,1 milljarða í eigum bæjarins. Stærsta einstaka framkvæmdin var bygging húsnæðis fyrir Skólahljómsveit Kópavogs, en alls fóru 507 milljónir til þeirrar framkvæmdar 2019. Heita má að byggingu þess hafi verið lokið 2019 þó að vígslan færi fram 2020. Einnig var keypt nýtt húsnæði að andvirði um 100 milljóna að Ögurhvarfi 4a undir tónlistarskólann Tónsali og lagfært fyrir um 40 milljónir króna.

Alls var varið rúmlega 130 milljónum til endurnýjunar og viðhalds leik- og grunnskólalóða. Þá var rúmlega 450 milljónum varið til framkvæmda í skólum bæjarins. Vega þar þyngt framkvæmdir við Kársnesskóla, Kópavogsskóla og Smáraskóla.

Lokið var við endurnýjun Kópavogsvallar sem var framkvæmd að andvirði tæplega 300 milljónum.

Gatnaframkvæmdir ýmiskonar og framkvæmdir við hjólreiðastíga voru um 730 milljónir króna. Helstu framkvæmdir voru Vesturvör, Nesvör, Auðbrekkusvæði, Álalind og 201 Smárinn. Auk þess var unnið við Okkar Kópavogur og endurnýjun á gatnalýsingu. 

Niðurgreiðsla skulda

Vaxtaberandi skuldir í ársreikningi 2019 voru 30,6 milljarðar. Skuldahlutfall samstæðu er 102% en var 108% í lok árs 2018. Það var hæst 242% árið 2010.

Alls voru greiddir 7,2 milljarðar í afborganir lána en á móti voru tekin lán að fjárhæð um 6,7 milljarðar.

Tekjur

Tekjur Kópavogsbæjar námu 34,4 milljarða króna samkvæmt rekstrarreikningi fyrir A og B hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum að fjárhæð 33,7 milljörðum króna.

Rekstrartekjur A-hluta námu 32,9 milljörðum króna en fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir rekstrartekjum að fjárhæð 32 milljörðum króna. Rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð um 1,5 milljörðum króna en fjárhagsáætlun m/viðaukum gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu að fjárhæð 447 milljónum króna. 

Eigið fé samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi A og B hluta í árslok 2019 nam 30,4 milljörðum króna en eigið fé á A hluta nam 20,3 milljörðum króna.

Veltufé frá rekstri samstæðu var 3,8 milljarðar króna sem er heldur betra en áætlanir gerðu ráð fyrir. Veltufé frá rekstri sýnir hvað rekstur gefur af sér til að standa undir framkvæmdum og afborgunum lána.

Launakostnaður bæjarstjóra og bæjarfulltrúa lækkar

Laun og launatengd gjöld A og B hluta á árinu námu alls 18,2 milljarðar króna. Fjöldi á launaskrá í árslok var 2.568 en meðal stöðugildi á árinu voru 1.968 að undanskyldum vinnuskóla og vinnuframlagi í nefndum.

Laun og launatengd gjöld bæjarstjórnar, bæjarráðs og bæjarstjóra námu 108 milljónum á árinu 2019 sem er lækkun frá 2018 vegna lækkunar launa bæjarstjóra og bæjarfulltrúa sem átti sér stað árið 2018 en skilar sér að fullu í lækkun rekstrargjalda árið 2019.

Íbúar Kópavogsbæjar þann 1. desember 2019 voru 37.936 og fjölgaði þeim um 1.006 frá fyrra ári eða um 2,72%.

Efnisorðársreikningurefst á baugi
Fréttir
05/05/2020
ritstjorn

Efnisorðársreikningurefst á baugi

Meira

  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

    550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið...

    ritstjorn 02/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær yfir OECD meðaltali við innleiðingu Heimsmarkmiðanna

    Frammistaða Kópavogsbæjar er vel yfir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hvað varðar stöðu innleiðingar margra Heimsmarkmiða Sameinuðu...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Fyrirtæki í Kópavogi innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

    Ellefu fyrirtæki í Kópavogi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu  Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun inn...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.