• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Áskoranir og tækifæri í heimsfaraldri

Áskoranir og tækifæri í heimsfaraldri
ritstjorn
24/09/2020
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.

Bjartsýni og miklar væntingar einkenndu viðhorf heimsbyggðarinnar til ársins 2020 í upphafi þess. Staðreyndin er hins vegar sú að þær væntingar hafa ekki gengið eftir heldur hefur árið 2020 fært okkur mjög óvæntar áskoranir sem engan grunaði að byðu okkar. Heimsfaraldurinn Covid 19 hefur breytt heiminum til frambúðar.

Fyrir Kópavogsbæ hefur faraldurinn haft ýmsar afleiðingar. Tekjufall bæjarins er verulegt. Útsvarstekjur ársins hafa lækkað umtalsvert og sama á við um aðrar tekjur eins og af sundlaugum og leikskólum. Þetta er alveg nýtt fyrir okkur í Kópavogi vegna þess að afkoma bæjarins hefur alltaf verið miklu betri en áætlanir gerðu ráð fyrir mörg undanfarin ár.

Þessu til viðbótar hefur ýmis rekstrarkostnaður hækkað vegna faraldursins, ekki síst í velferðar- og menntamálum. Íbúar geta engu að síður verið þess fullvissir að staðið verður vörð um grunnþjónustu bæjarins og bæjarstjórn mun horfa til þess að í hverri áskorun felast ýmis tækifæri.

Sem dæmi má nefna að bæjarstjórn tók þá ákvörðun í upphafi faraldursins að auka framkvæmdir og þar með draga úr atvinnuleysi. Þá var ákveðið að ráða alla námsmenn sem sóttu um störf í sumar sem þýddi mikla fjölgun frá hefðbundnu ári. Fór svo að um 700 sumarstarfsmenn fengu vinnu hjá Kópavogsbæ í sumar, en til samanburðar voru þeir 400 í fyrra.

Tíminn var nýttur vel og vil ég leyfa mér að fullyrða að bærinn hefur sjaldan litið jafn vel út og í sumar. Mikil vinna fór í umhirðu grænna svæða, hljóðvarnargirðingar voru málaðar og aukinn kraftur var settur í skógrækt og fjölgun sumarblóma. Þetta er góð viðbót við aðrar framkvæmdir í bænum og til þess fallnar að gleðja íbúa sem stunda útivist. Vil ég þar nefna heilsuhring umhverfis kirkjugarðinn, nýtt leiksvæði við Salalaug, gosbrunn við menningarhúsin og endurbætur við rætur Himnastigans sívinsæla í Kópavogsdal.

Við höfum líka nýtt árið vel til nýsköpunar þar sem við réðum háskólanema í tölvunarfræði í sumarvinnu til að þróa með okkur hugbúnaðarlausn sem mun nýtast Kópavogsbæ til árangursmælinga. Þannig getum við mælt hvort einstök verkefni skila þeim árangri sem lagt var upp með t.d. við gerð fjárhagsáætlunar.

Hugkvæmni og aðlögunarhæfni eru góðir eiginleikar sem við höfum þurft að nýta okkur í miklum mæli það sem af er ári og verður einnig gott veganesti inn í haustið þegar vinna við fjárhagsáætlun næsta árs fer fram. Þar verður að finna jafnvægi milli þess að eyða fjármunum skynsamlega um leið og Kópavogsbær leggur sitt lóð á vogarskálarnar til þess að ýta undir að hjól atvinnulífisins snúist áfram þar til atvinnugreinar sem tengdar ferðaþjónustu fá frelsi til að starfa á nýjan leik.

Efnisorðfeaturedumræðan
Aðsent
24/09/2020
ritstjorn

Efnisorðfeaturedumræðan

Meira

  • Lesa meira
    Samstaða, lærdómur og þakklæti

    Síðustu vikur hef ég orðið vör við kærkomna tilfinningu allt í kringum mig. Einhvers konar samblöndu af...

    ritstjorn 18/12/2020
  • Lesa meira
    Tækifærin eru í Kópavogi

    Í Kópavogi höfum við undanfarin ár lagt áherslu á þéttingu byggðar, enda landsvæði bæjarins að mestu byggð....

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar sætta sig ekki við það næstbesta

    Í mörg ár hefur Kópavogsbær lagt mikla áherslu á að framkvæmdum við Arnarnesveg verði lokið. Enda er...

    ritstjorn 03/12/2020
  • Lesa meira
    Geðrækt og betri nýting

    Okkur er annt um vellíðan íbúa okkar og leggjum við mikla áherslu á að efla geðheilbrigði. Það...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi

    Faraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina mestan hluta ársins hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og afkomu...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Erfitt ár framundan í rekstri bæjarins

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs en allir bæjarfulltrúar hafa unnið sameiginlega að...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Lesa meira
    Hamraborg 2.0

    Leiðari. Auðun Georg Ólafsson Hér í Kópavogsblaðinu var eitt sinn viðtal við listamenn sem vildu gjarnan sjá...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Hvernig líður þér?

    Samstarf Kópavogsbæjar og Landlæknisembættisins um lýðheilsu Kópavogsbúa hefur staðið undanfarin fimm ár með aðild bæjarins að Heilsueflandi...

    ritstjorn 03/11/2020
  • Lesa meira
    Heilsuefling eldri borgara í Kópavogi

    Í málefnasamningi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er sérstaklega tekið á lýðheilsu eldri borgara í Kópavogi. Sú áhersla...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Að byrgja brunninn er lífsnauðsynlegt

    Það voru bæði slæmar og góðar fréttir sem bárust úr Kópavogi á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn þann 10. október...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Fagleg og gagnsæ vinnubrögð

    Fulltrúalýðræðið byggir á þeirri forsendu að hægt sé að treysta því að vel sé farið með völdin....

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Vellíðan eldri Kópavogsbúa í fyrirrúmi

    Árið 2015 var tekin ákvörðun um að Kópavogsbær gerðist heilsueflandi samfélag. Til að raungera þau markmið var...

    ritstjorn 24/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“
    Fréttir25/09/2020
  • Við erum öll barnavernd
    Aðsent24/09/2020
  • Vellíðan eldri Kópavogsbúa í fyrirrúmi
    Aðsent24/09/2020
  • Samstaða, lærdómur og þakklæti
    Aðsent18/12/2020
  • Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók
    Fréttir16/12/2020
  • Tækifærin eru í Kópavogi
    Aðsent08/12/2020
  • Tendrað á jólastjörnu
    Fréttir08/12/2020

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Samstaða, lærdómur og þakklæti
    Aðsent18/12/2020
  • Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók
    Fréttir16/12/2020
  • Tækifærin eru í Kópavogi
    Aðsent08/12/2020
  • Tendrað á jólastjörnu
    Fréttir08/12/2020

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.