Ást í meindýrum – leikdagskrá hjá Leikfélagi Kópavogs

Leikfélag Kópavogs frumsýnir leikdagskrána Ást í meindýrum fimmtudaginn 28. maí kl. 20.00 í Leikhúsinu, Funalind 2. Þættirnir sem verða fluttir eru Ást í hraðbanka, Á veröndinni einn bjartan vormorgun, Bóksalinn, Líflína og Meindýr. Níu leikarar undir stjórn þriggja leikstjóra taka þátt.
Dagskráin verður aðeins sýnd tvisvar og verður seinni sýningin laugardaginn 30. maí kl. 20.00. Miðaverð er 1.000 kr. Miðapantanir sendist í netfangið midasala@kopleik.is.

Höfundar þáttanna, leikarar og leikstjórar eru:

Ást í hraðbanka
e. Bjarna Guðmarsson
Leikarar:
Helgi Davíðsson
Sunneva Lind Ólafsdóttir
Leikstjórn: Hörður Sigurðarson

Á veröndinni einn bjartan vormorgun
eftir Alex Dremann
Leikarar:
Guðný Hrönn Sigmundsdóttir
Guðrún Magnúsdóttir
Leikstjórn: Hörður Sigurðarson

Bóksalinn
eftir Örn Alexandersson
Leikarar:
Arnfinnur Daníelsson
Askur Kristjánsson
Leikstjórn: Stefán Bjarnarson

Líflína
eftir Douglas Craven
Leikari: Fjölnir Gíslason
Leikstjórn: Hörður Sigurðarson

Meindýr
eftir Bjarna Guðmarsson
Leikarar:
Elías Maggi Sigurðsson
Haukur Ingimarsson
Leikstjórn: Guðmundur L. Þorvaldsson

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn