Atkvæðagreiðsla um verkfall í Kópavogi

Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, formaður Starfsmannafélags Kópavogsbæjar.
Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, formaður Starfsmannafélags Kópavogsbæjar.

Önnur atkvæðagreiðsla félagsmanna í Starfsmannafélagi Kópavogsbæjar (SfK) um hvort hefja eigi allsherjarverkfall þann 10. nóvember n.k. stendur nú yfir. Tilkynnt verður um niðurstöðu hennar strax eftir helgi. Komi til verkfalls mun það hafa veruleg áhrif á starfsemi bæjarins. Á síðasta fundi hjá Ríkissáttasemjara var farið yfir launasetningu vegna sambærilegra starfa samkvæmt starfsmati í Reykjavík og Kópavogi fyrir leikskóla og íþróttamannvirki. Samanburður á launum milli þessara sveitarfélaga hefur ekki farið fram vegna neinna annarra starfa, að sögn Jófríðar Hönnu Sigfúsdóttur, formanns SfK. Fulltrúar SfK hafa á fyrri fundum hjá ríkissáttasemjara, óskað eftir að einnig verði könnuð launasetning með samanburði við fleiri sveitarfélög en bara Reykjavík.

Umræðan

Fleiri fréttir

Ársreikningur staðfestur

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti ársreikning ársins 2024 á fundi sínum 13.maí að lokinni síðari umræðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var lagður fram í bæjarráði Kópavogs fimmtudaginn 10.apríl og vísað til fyrri umræðu í