Atkvæðagreiðsla um verkfall í Kópavogi

Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, formaður Starfsmannafélags Kópavogsbæjar.
Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, formaður Starfsmannafélags Kópavogsbæjar.

Önnur atkvæðagreiðsla félagsmanna í Starfsmannafélagi Kópavogsbæjar (SfK) um hvort hefja eigi allsherjarverkfall þann 10. nóvember n.k. stendur nú yfir. Tilkynnt verður um niðurstöðu hennar strax eftir helgi. Komi til verkfalls mun það hafa veruleg áhrif á starfsemi bæjarins. Á síðasta fundi hjá Ríkissáttasemjara var farið yfir launasetningu vegna sambærilegra starfa samkvæmt starfsmati í Reykjavík og Kópavogi fyrir leikskóla og íþróttamannvirki. Samanburður á launum milli þessara sveitarfélaga hefur ekki farið fram vegna neinna annarra starfa, að sögn Jófríðar Hönnu Sigfúsdóttur, formanns SfK. Fulltrúar SfK hafa á fyrri fundum hjá ríkissáttasemjara, óskað eftir að einnig verði könnuð launasetning með samanburði við fleiri sveitarfélög en bara Reykjavík.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar