Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi

Björn Jónsson, Markaðsstofu Kópavogs.

Faraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina mestan hluta ársins hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og afkomu margra fjölskyldna á Íslandi eins og víðast hvar annars staðar. Atvinnuleysi í októbermánuði var tæplega 10% á landinu og útlit er fyrir að það muni taka drjúgan tíma að vinna til baka þau störf sem tapast hafa á síðustu mánuðum. Stjórnmálamenn tala um mikilvægi nýsköpunar og keppast við að lýsa þörfinni til að skapa ný störf.

Markaðsstofa Kópavogs heldur á lofti sjónarmiðum atvinnusköpunar og þróunar og beitir sér fyrir sköpun nýrra atvinnutækifæra í Kópavogi. Markaðsstofan stefnir á að opna Atvinnu- og nýsköpunarsetur í Kópavogi fljótlega á nýju ári með það að markmiði að hjápa frumkvöðlum að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Markaðsstofan vinnur verkefnið í samstafi við fyrirtæki í bænum og með stuðningi Kópavogsbæjar. Markmið er að efla sköpunargetu og hæfileika frumkvöðla til að þróa viðskiptahugmyndir og umbreyta þeim í ný störf. Verkefnið hefur fengið styrk úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka. Við úthlutun úr sjóðnum þann 6. nóvember sl., þar sem 14 nýsköpunarverkefni fengu stuðning, sagði í umsögn úthlutunarnefndar: „Markaðsstofa Kópavogs setur á fót atvinnu- og nýsköpunarsetur í Kópavogi í samstarfi við atvinnulífið í bænum með það að markmiði að skapa ný störf. Áhersla verður lögð á stuðning við frumkvöðla á fyrstu skrefum nýsköpunar m.a. við mótun viðskiptahugmynda og gerð viðskiptaáætlana.“

Við rekstur Atvinnu- og nýsköpunarseturs verða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna höfð að leiðarljósi, bæði við rekstur setursins sjálfs sem og þeirra nýsköpunarverkefna sem valin verða til þátttöku. Verkefnið er einnig hugsað til að stuðla að bættri lýðheilsu, á erfiðum tímum, með því að bjóða spennandi og uppbyggandi umhverfi sem breytir óvissu og kvíða í bjartsýni og tilhlökkun.

Rekstraraðilar sem áhugasamir eru um þátttöku í verkefninu eru hvattir til að hafa samband við Markaðsstofu Kópavogs á markadsstofa@kopavogur.is.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Höskuldur Þór Jónsson og Margrét Hörn Jóhannsdóttir
thorunn-1
Hjálparsveit skáta í Kópavogi
Héraðsskjalasafn Kópavogs
Sundlaug Kópavogs
piratar_logo-1
Yndisgarður
Guðfinnur Snær
Ármann