• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi

Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
ritstjorn
26/11/2020
Björn Jónsson, Markaðsstofu Kópavogs.

Faraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina mestan hluta ársins hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og afkomu margra fjölskyldna á Íslandi eins og víðast hvar annars staðar. Atvinnuleysi í októbermánuði var tæplega 10% á landinu og útlit er fyrir að það muni taka drjúgan tíma að vinna til baka þau störf sem tapast hafa á síðustu mánuðum. Stjórnmálamenn tala um mikilvægi nýsköpunar og keppast við að lýsa þörfinni til að skapa ný störf.

Markaðsstofa Kópavogs heldur á lofti sjónarmiðum atvinnusköpunar og þróunar og beitir sér fyrir sköpun nýrra atvinnutækifæra í Kópavogi. Markaðsstofan stefnir á að opna Atvinnu- og nýsköpunarsetur í Kópavogi fljótlega á nýju ári með það að markmiði að hjápa frumkvöðlum að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Markaðsstofan vinnur verkefnið í samstafi við fyrirtæki í bænum og með stuðningi Kópavogsbæjar. Markmið er að efla sköpunargetu og hæfileika frumkvöðla til að þróa viðskiptahugmyndir og umbreyta þeim í ný störf. Verkefnið hefur fengið styrk úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka. Við úthlutun úr sjóðnum þann 6. nóvember sl., þar sem 14 nýsköpunarverkefni fengu stuðning, sagði í umsögn úthlutunarnefndar: „Markaðsstofa Kópavogs setur á fót atvinnu- og nýsköpunarsetur í Kópavogi í samstarfi við atvinnulífið í bænum með það að markmiði að skapa ný störf. Áhersla verður lögð á stuðning við frumkvöðla á fyrstu skrefum nýsköpunar m.a. við mótun viðskiptahugmynda og gerð viðskiptaáætlana.“

Við rekstur Atvinnu- og nýsköpunarseturs verða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna höfð að leiðarljósi, bæði við rekstur setursins sjálfs sem og þeirra nýsköpunarverkefna sem valin verða til þátttöku. Verkefnið er einnig hugsað til að stuðla að bættri lýðheilsu, á erfiðum tímum, með því að bjóða spennandi og uppbyggandi umhverfi sem breytir óvissu og kvíða í bjartsýni og tilhlökkun.

Rekstraraðilar sem áhugasamir eru um þátttöku í verkefninu eru hvattir til að hafa samband við Markaðsstofu Kópavogs á markadsstofa@kopavogur.is.

EfnisorðBjörn Jónssonmarkaðsstofa kópavogsnýsköpun
Aðsent
26/11/2020
ritstjorn

EfnisorðBjörn Jónssonmarkaðsstofa kópavogsnýsköpun

Meira

  • Lesa meira
    Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi

    Það sér loksins fyrir endan á kófinu sem við höfum búið við undanfarið ár. Þó enn sé...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Samstaða, lærdómur og þakklæti

    Síðustu vikur hef ég orðið vör við kærkomna tilfinningu allt í kringum mig. Einhvers konar samblöndu af...

    ritstjorn 18/12/2020
  • Lesa meira
    Tækifærin eru í Kópavogi

    Í Kópavogi höfum við undanfarin ár lagt áherslu á þéttingu byggðar, enda landsvæði bæjarins að mestu byggð....

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar sætta sig ekki við það næstbesta

    Í mörg ár hefur Kópavogsbær lagt mikla áherslu á að framkvæmdum við Arnarnesveg verði lokið. Enda er...

    ritstjorn 03/12/2020
  • Lesa meira
    Geðrækt og betri nýting

    Okkur er annt um vellíðan íbúa okkar og leggjum við mikla áherslu á að efla geðheilbrigði. Það...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Erfitt ár framundan í rekstri bæjarins

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs en allir bæjarfulltrúar hafa unnið sameiginlega að...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Lesa meira
    Hamraborg 2.0

    Leiðari. Auðun Georg Ólafsson Hér í Kópavogsblaðinu var eitt sinn viðtal við listamenn sem vildu gjarnan sjá...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Hvernig líður þér?

    Samstarf Kópavogsbæjar og Landlæknisembættisins um lýðheilsu Kópavogsbúa hefur staðið undanfarin fimm ár með aðild bæjarins að Heilsueflandi...

    ritstjorn 03/11/2020
  • Lesa meira
    Heilsuefling eldri borgara í Kópavogi

    Í málefnasamningi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er sérstaklega tekið á lýðheilsu eldri borgara í Kópavogi. Sú áhersla...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Að byrgja brunninn er lífsnauðsynlegt

    Það voru bæði slæmar og góðar fréttir sem bárust úr Kópavogi á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn þann 10. október...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Fagleg og gagnsæ vinnubrögð

    Fulltrúalýðræðið byggir á þeirri forsendu að hægt sé að treysta því að vel sé farið með völdin....

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Vellíðan eldri Kópavogsbúa í fyrirrúmi

    Árið 2015 var tekin ákvörðun um að Kópavogsbær gerðist heilsueflandi samfélag. Til að raungera þau markmið var...

    ritstjorn 24/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.