Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi

Björn Jónsson, Markaðsstofu Kópavogs.

Faraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina mestan hluta ársins hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og afkomu margra fjölskyldna á Íslandi eins og víðast hvar annars staðar. Atvinnuleysi í októbermánuði var tæplega 10% á landinu og útlit er fyrir að það muni taka drjúgan tíma að vinna til baka þau störf sem tapast hafa á síðustu mánuðum. Stjórnmálamenn tala um mikilvægi nýsköpunar og keppast við að lýsa þörfinni til að skapa ný störf.

Markaðsstofa Kópavogs heldur á lofti sjónarmiðum atvinnusköpunar og þróunar og beitir sér fyrir sköpun nýrra atvinnutækifæra í Kópavogi. Markaðsstofan stefnir á að opna Atvinnu- og nýsköpunarsetur í Kópavogi fljótlega á nýju ári með það að markmiði að hjápa frumkvöðlum að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Markaðsstofan vinnur verkefnið í samstafi við fyrirtæki í bænum og með stuðningi Kópavogsbæjar. Markmið er að efla sköpunargetu og hæfileika frumkvöðla til að þróa viðskiptahugmyndir og umbreyta þeim í ný störf. Verkefnið hefur fengið styrk úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka. Við úthlutun úr sjóðnum þann 6. nóvember sl., þar sem 14 nýsköpunarverkefni fengu stuðning, sagði í umsögn úthlutunarnefndar: „Markaðsstofa Kópavogs setur á fót atvinnu- og nýsköpunarsetur í Kópavogi í samstarfi við atvinnulífið í bænum með það að markmiði að skapa ný störf. Áhersla verður lögð á stuðning við frumkvöðla á fyrstu skrefum nýsköpunar m.a. við mótun viðskiptahugmynda og gerð viðskiptaáætlana.“

Við rekstur Atvinnu- og nýsköpunarseturs verða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna höfð að leiðarljósi, bæði við rekstur setursins sjálfs sem og þeirra nýsköpunarverkefna sem valin verða til þátttöku. Verkefnið er einnig hugsað til að stuðla að bættri lýðheilsu, á erfiðum tímum, með því að bjóða spennandi og uppbyggandi umhverfi sem breytir óvissu og kvíða í bjartsýni og tilhlökkun.

Rekstraraðilar sem áhugasamir eru um þátttöku í verkefninu eru hvattir til að hafa samband við Markaðsstofu Kópavogs á markadsstofa@kopavogur.is.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að