„Atvinnuleysisbætur ættu að vera hvatagreiðslur“

Stjórnvöld hyggjast stytta þann tíma sem fólk án vinnu geta fengið greiddar atvinnuleysisbætur, að því er fram kemur í frétt frá RÚV. Í bandormi sem fylgir fjárlagafrumvarpinu kemur fram að stytta eigi atvinnuleysistímabil úr þremur árum í tvö og hálft ár. Breytingin á að taka gildi um áramót en áætlað er að þessi breyting spari ríkissjóði 1.130 milljónir króna á næsta ári.

Biðröð hjá mæðrarstyrksnefnd í Fannborg.
Biðröð hjá mæðrarstyrksnefnd í Fannborg.

Bæjarráð Kópavogs mótmælir þessum áformum og samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum i vikunni:

Bæjarráð mótmælir því að í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að tímabil greiðslu atvinnuleysisbóta verði stytt úr þremur árum í tvö og hálft ár, en stutt er síðan að tímabilið var stytt úr fjórum árum í þrjú. Óeðlilegt er að velta þessum kostnaði yfir á sveitarfélögin í landinu. Með þessari aðgerð er verið að setja afkomu fjölda atvinnuleitenda og fjölskyldna þeirra í uppnám.“

Haukur Hilmarsson, ráðgjafi hjá fjölskyldu- og félagsþjónustunni í Reykjanesbæ, segir í færslu á Facebook að það sé ekki tímabil bóta sem sker úr um afdrif fólksins heldur hvað gert er á gefnum tíma. Hann vill að ráðamenn hafi áhrif á hegðun og kenni fólki að spara:

Haukur Hilmarsson.
Haukur Hilmarsson.

Gallana má finna í aðstæðum eins og atvinnulífi og gæðum annarra úrræða, ekki tímabilinu sem er veitt til atvinnuleitar með styrk frá ríkinu. Það er skoðun mín að íslendingar kunna ekki rétta fjármálahegðun miðað við aðstæður. Við kunnum ekki að forgangsraða lífsgæðum til að nota þau til að breyta lífi okkar. Hið opinbera gæti stutt okkur betur þarna. Og það þarf ekki að vera dýrt því það ætti að hjálpa fólki að taka sínar eigin ákvarðanir með eigin fjármagni. 

Atvinnuleysisbætur ættu að vera hvatagreiðslur, greiddar af því þú ert að gera eitthvað til að breyta stöðu þinni. Ef þú getur það ekki eða vilt það ekki þá átt þú heima í öðru kerfi.

Eygló Harðardóttir og Frosti Sigurjonsson, það þarf að hafa áhrif á hegðun og kenna fólki að spara. Ekki bara peninga heldur spara lífsgæðin.“

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér