„Atvinnuleysisbætur ættu að vera hvatagreiðslur“

Stjórnvöld hyggjast stytta þann tíma sem fólk án vinnu geta fengið greiddar atvinnuleysisbætur, að því er fram kemur í frétt frá RÚV. Í bandormi sem fylgir fjárlagafrumvarpinu kemur fram að stytta eigi atvinnuleysistímabil úr þremur árum í tvö og hálft ár. Breytingin á að taka gildi um áramót en áætlað er að þessi breyting spari ríkissjóði 1.130 milljónir króna á næsta ári.

Biðröð hjá mæðrarstyrksnefnd í Fannborg.
Biðröð hjá mæðrarstyrksnefnd í Fannborg.

Bæjarráð Kópavogs mótmælir þessum áformum og samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum i vikunni:

Bæjarráð mótmælir því að í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að tímabil greiðslu atvinnuleysisbóta verði stytt úr þremur árum í tvö og hálft ár, en stutt er síðan að tímabilið var stytt úr fjórum árum í þrjú. Óeðlilegt er að velta þessum kostnaði yfir á sveitarfélögin í landinu. Með þessari aðgerð er verið að setja afkomu fjölda atvinnuleitenda og fjölskyldna þeirra í uppnám.“

Haukur Hilmarsson, ráðgjafi hjá fjölskyldu- og félagsþjónustunni í Reykjanesbæ, segir í færslu á Facebook að það sé ekki tímabil bóta sem sker úr um afdrif fólksins heldur hvað gert er á gefnum tíma. Hann vill að ráðamenn hafi áhrif á hegðun og kenni fólki að spara:

Haukur Hilmarsson.
Haukur Hilmarsson.

Gallana má finna í aðstæðum eins og atvinnulífi og gæðum annarra úrræða, ekki tímabilinu sem er veitt til atvinnuleitar með styrk frá ríkinu. Það er skoðun mín að íslendingar kunna ekki rétta fjármálahegðun miðað við aðstæður. Við kunnum ekki að forgangsraða lífsgæðum til að nota þau til að breyta lífi okkar. Hið opinbera gæti stutt okkur betur þarna. Og það þarf ekki að vera dýrt því það ætti að hjálpa fólki að taka sínar eigin ákvarðanir með eigin fjármagni. 

Atvinnuleysisbætur ættu að vera hvatagreiðslur, greiddar af því þú ert að gera eitthvað til að breyta stöðu þinni. Ef þú getur það ekki eða vilt það ekki þá átt þú heima í öðru kerfi.

Eygló Harðardóttir og Frosti Sigurjonsson, það þarf að hafa áhrif á hegðun og kenna fólki að spara. Ekki bara peninga heldur spara lífsgæðin.“

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Kópavogur
Guðmundur Karl Brynjarsson.  Mynd: Kópavogsblaðið, 2015.
verkefni
karsnesf
Auðun Georg Ólafsson
article-2178914-143292d4000005dc-800_468x578
Nýja línan
1
Axel Ingi