• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Atvinnumál í Kópavogi

Atvinnumál í Kópavogi
ritstjorn
28/05/2014
Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi.

Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi.

Það er mikil þörf á að fjölga störfum í Kópavogi. Björt framtíð vill setja atvinnumál í Kópavogi í forgang, byggja upp fjölbreytt störf og skapa þannig grunn undir vaxandi tekjur inn í framtíðina. Sveitarfélög hafa þann tilgang að veita þjónustu og tryggja íbúum ákveðin lífsgæði. Oftast er um að ræða lögbundin verkefni en sameiginleg velferðarmál eru einnig áberandi. Eitt meginverkefna sveitarfélaga snýst einnig um að efla atvinnuþróun innan sveitarfélagsins en verkefni af því tagi eru gjarnan skýrð með hliðsjón af þeim aðstæðum sem uppi eru í þjóðfélaginu hverju sinni.

Kópavogur er þar ekkert einsdæmi. Sveitarfélög á landinu öllu hafa stutt við atvinnulíf og nýsköpun um áratuga skeið með ýmsum nefndum, sjóðum og félögum s.s., atvinnuþróunarfélögum, atvinnumálanefndum, markaðsstofum og rannsóknar- og þróunarsjóðum. Víða á Íslandi hafa Markaðsstofur verið stofnaðar með miklum árangri í atvinnumálum. Til þess að samstarfið gangi sem best þá er heppilegast að í stjórn sé bæði fólk úr atvinnulífinu og fólk kosið til þess í bæjarstjórn. Þannig er fyrirkomulagið hjá Markaðsstofu Kópavogs.

Sýnum ábyrgð

Þörf er á að fjölga störfum í Kópavogi, atvinnuleysi er talsvert og fjárhagsaðstoð sem sveitarfélagið er bundið af að veita eykst með viðvarandi atvinnuleysi. Ekki er síður þörf á að auka tekjur þeirra stofnana sem bærinn rekur, safnanna og tónleikasals. Raunar er fækkun safngesta staðreynd og rekstur safnanna dýr. Það er í mínum huga ábyrgðarleysi að bregðast ekki við  slíkri stöðu, ekki síst þegar öðrum sveitarfélögum tekst að laða að ferðamenn, t.d. með því að markaðssetja söfn.

Þá kann einhver að velta fyrir sér hvort við eigum að sitja hjá og láta ferðamenn renna undir Hamraborgina og til baka í Leifstöð eða hvort við eigum að gera þeim tilboð um að heimsækja söfnin okkar og skapa tekjur rétt eins og önnur bæjarfélög gera.  Við skulum skoða þetta með opnum huga og ekki segja blákalt að ferðamenn eigi ekki erindi í Kópavog.

Verslunarmiðstöðin Smáralind tók sig til og hóf rekstur ferðamannavagns í fyrrasumar sem skilaði þeim þúsundum erlendra gesta. Vagninn fer frá Upplýsingamiðstöð ferðamanna, á nokkur hótel og svo í verslunarmiðstöðina.  Til þess að efla miðbæ Kópavogs þá var samið við rekstaraðila um að koma við á menningartofunni við Hamraborg og auka þar með aðgengi ferðmanna að henni enda talið að það skipti máli fyrir söfnin.

Markaðsstofan hefur einnig gert samning við Hópbíla Teits Jónassonar um að koma með yfir 2000 þýska ferðamenn í Kópavog í sumar. Erlendir ferðamenn koma einnig reglulega í tengslum við íþróttaviðburði sem styrkir bæði íþróttafélögin og verslun og þjónustu. Það er óskandi að við náum að landa fleiri slíkum samningum því íþrótta- og menningatengd ferðaþjónusta skiptir verulegu máli fyrir atvinnustigið í Kópavogi. Staðreyndin er sú að í hvert skipti sem ferðamaður greiðir fyrir vöru í Kópavogi þá hækkar hann atvinnustigið. Ég geri mér grein fyrir því að þetta er ný hugsun í Kópavogi en ef ferðaþjónusta virkar í öðrum sveitarfélögum þá virkar hún hér. Við skulum samt vera þolinmóð því slík uppbygging gæti tekið einhvern tíma.

Styrkjum stöðu Kópavogs saman
Undanfarin ár hef ég lagt mig fram um að vinna af heilindum að uppbyggingu í Kópavogi, m.a. með því að leggja fram tillögu að stofnun Markaðsstofu Kópavog. Sjálf á ég enga hagsmuni að gæta og hef aldrei þegið laun fyrir störf mín á þeim vettvangi. Markaðsstofunni er ætlað að styrkja stöðu Kópavogs sem næststærsta sveitarfélags landsins, áfangastaðar í ferðaþjónustu og miðstöðvar verslunar og þjónustu. Með aðkomu Markaðsstofunnar hafa verið stofnuð hagsmunasamtök atvinnufyrirtækja í Smiðjuhverfi og undirbúningur hafinn á svæðinu við Bæjarlind og einnig við Nýbýlaveg. Stefnt er að því að stofna slík samtök í öllum atvinnuhverfum í Kópavogi. Það er ánægjulegt að finna þau jákvæðu viðbrögð sem við fáum frá fyrirtækjum við það eitt að þau komi að borðinu, taka þátt í opnu samtali og vinna saman að bestu lausn.

Ég vil halda áfram að vinna að hugmyndum um betri og öflugri Kópavog, þess vegna vel ég að bjóða fram með Bjartri framtíð. Ég hef meiri trú á að með samvinnu, rökræðu og samtali við íbúa, starfsmenn Kópavogsbæjar og fyrirtæki þá sé líklegra að ná góðum árangri. Þannig getum við öll átt okkar þátt í að gera Kópavog betri, öflugri, fallegri og eftirsóknarverðari stað að búa á.

Björt framtíð í Kópavogi gengur óbundin til kosninga !

 -Theodóra S. Þorsteinsdóttir, lögfræðingur, formaður stjórnar Markaðsstofu Kópavogs og oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi.

 

 

 

 

 

 

Efnisorð
Fréttir
28/05/2014
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók

    Í Smárahverfinu býr parið Ísak og Gréta María en þau eru að vinna að verkefni sem heitir...

    Auðun Georg Ólafsson 16/12/2020
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

    550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið...

    ritstjorn 02/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær yfir OECD meðaltali við innleiðingu Heimsmarkmiðanna

    Frammistaða Kópavogsbæjar er vel yfir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hvað varðar stöðu innleiðingar margra Heimsmarkmiða Sameinuðu...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Fyrirtæki í Kópavogi innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

    Ellefu fyrirtæki í Kópavogi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu  Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun inn...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“
    Fréttir25/09/2020
  • Við erum öll barnavernd
    Aðsent24/09/2020
  • Vellíðan eldri Kópavogsbúa í fyrirrúmi
    Aðsent24/09/2020
  • Samstaða, lærdómur og þakklæti
    Aðsent18/12/2020
  • Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók
    Fréttir16/12/2020
  • Tækifærin eru í Kópavogi
    Aðsent08/12/2020
  • Tendrað á jólastjörnu
    Fréttir08/12/2020

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Samstaða, lærdómur og þakklæti
    Aðsent18/12/2020
  • Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók
    Fréttir16/12/2020
  • Tækifærin eru í Kópavogi
    Aðsent08/12/2020
  • Tendrað á jólastjörnu
    Fréttir08/12/2020

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.