Auðunn Jónsson, kraftlyftingamaður og Rakel Hönnudóttir, knattspyrnukona, eru íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs

Auðunn Jónsson, kraftlyftingamaður og íþróttakarl ársins og Rakel Hönnudóttir, knattspyrnukona og íþróttakona Kópavogs 2013.
Auðunn Jónsson, kraftlyftingamaður og íþróttakarl ársins og Rakel Hönnudóttir, knattspyrnukona og íþróttakona Kópavogs 2013.

Íþróttahátíð Kópavogs var haldin í Salnum í dag þar sem íþróttafólki úr bænum voru veittar viðurkenningar fyrir unnin afrek.

Auðunn Jónsson, kraftlyftingamaður úr Breiðabliki, var valinn íþróttakarl ársins í Kópavogi. Auðunn hefur um árabil verið í flokki bestu kraftlyftingamanna heims og unnið fjölda verðlauna hér heima og erlendis. Hann varð meðal annars heimsmeistari í réttstöðulyftu árið 2012. Á liðnu ári ber hæst Evrópumeistaratitill í réttstöðulyftu á EM í tékklandi. Áður hafði Auðunn unnið til silfurverðlauna í hnébeygju og bronsverðlauna í bekkpressu á mótinu.

Rakel Hönnudóttir gekk til liðs við Breiðablik fyrir tímabilið 2012. Frá þeim tíma hefur hún verið lykilmaður liðsins, leikið 32 leiki og skorað í þeim 19 mörk. Í úrslitaleik Borgunarbikarsins skoraði hún sigurmarkið í 2-1 sigri á Þór/KA og tryggði þar með Breiðabliki fyrsta stóra titilinn frá árinu 2005 í kvennaboltanum. Í umsögn íþróttaráðs segir að Rakel sé vel að tilnefningunni komin þar sem hún er mikil fyrirmynd allra ungra knattspyrnukvenna hvort sem er innan eða utan vallar.

2
Afreksfólk úr flestum íþróttagreinum sem stundaðar eru í bænum fengu einnig verðlaun á hátíðnni í dag.
3
Flokkur ársins er Meistaraflokkur Gerplu í hópfimleikum kvenna. Flokkurinn varð Norðurlandameistari í hópfimleikum 2013 en það er í fyrsta sinn í 20 ár sem lið nær að verja titilinn. Auk þess urðu stúlkurnar bæði Íslands- og bikarmeistarar í hópfimleikum á árinu.
4
Styrkþegar úr afrekssjóði íþróttaráðs Kópavogsbæjar. 15 íþróttamenn fengu styrk að upphæð 100 þúsund krónur.
5
Heiðursviðurkenningu íþróttaráðs hlaut Erling Ó. Sgurðsson, hestamaður úr hestamannafélaginu Spretti.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn