Auðunn Jónsson, kraftlyftingamaður og Rakel Hönnudóttir, knattspyrnukona, eru íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs

Auðunn Jónsson, kraftlyftingamaður og íþróttakarl ársins og Rakel Hönnudóttir, knattspyrnukona og íþróttakona Kópavogs 2013.
Auðunn Jónsson, kraftlyftingamaður og íþróttakarl ársins og Rakel Hönnudóttir, knattspyrnukona og íþróttakona Kópavogs 2013.

Íþróttahátíð Kópavogs var haldin í Salnum í dag þar sem íþróttafólki úr bænum voru veittar viðurkenningar fyrir unnin afrek.

Auðunn Jónsson, kraftlyftingamaður úr Breiðabliki, var valinn íþróttakarl ársins í Kópavogi. Auðunn hefur um árabil verið í flokki bestu kraftlyftingamanna heims og unnið fjölda verðlauna hér heima og erlendis. Hann varð meðal annars heimsmeistari í réttstöðulyftu árið 2012. Á liðnu ári ber hæst Evrópumeistaratitill í réttstöðulyftu á EM í tékklandi. Áður hafði Auðunn unnið til silfurverðlauna í hnébeygju og bronsverðlauna í bekkpressu á mótinu.

Rakel Hönnudóttir gekk til liðs við Breiðablik fyrir tímabilið 2012. Frá þeim tíma hefur hún verið lykilmaður liðsins, leikið 32 leiki og skorað í þeim 19 mörk. Í úrslitaleik Borgunarbikarsins skoraði hún sigurmarkið í 2-1 sigri á Þór/KA og tryggði þar með Breiðabliki fyrsta stóra titilinn frá árinu 2005 í kvennaboltanum. Í umsögn íþróttaráðs segir að Rakel sé vel að tilnefningunni komin þar sem hún er mikil fyrirmynd allra ungra knattspyrnukvenna hvort sem er innan eða utan vallar.

2
Afreksfólk úr flestum íþróttagreinum sem stundaðar eru í bænum fengu einnig verðlaun á hátíðnni í dag.
3
Flokkur ársins er Meistaraflokkur Gerplu í hópfimleikum kvenna. Flokkurinn varð Norðurlandameistari í hópfimleikum 2013 en það er í fyrsta sinn í 20 ár sem lið nær að verja titilinn. Auk þess urðu stúlkurnar bæði Íslands- og bikarmeistarar í hópfimleikum á árinu.
4
Styrkþegar úr afrekssjóði íþróttaráðs Kópavogsbæjar. 15 íþróttamenn fengu styrk að upphæð 100 þúsund krónur.
5
Heiðursviðurkenningu íþróttaráðs hlaut Erling Ó. Sgurðsson, hestamaður úr hestamannafélaginu Spretti.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar