Auðunn Norðurlandameistari

Auðunn Jónsson með gullverðlaun í -120 kg fl. [Mynd: KFA]
Auðunn Jónsson með gullverðlaun í -120 kg fl. [Mynd: KFA]
Auðunn Jónsson með gullverðlaun í -120 kg fl. [Mynd: KFA]

Auðunn Jónsson gerði sér lítið fyrir og lyfti næstum því tonni í samanlögðu á Norðurlandamótinu á dögunum sem fram fór nýlega í Njarðvík.  Halldór Eyþórsson var einnig á meðal keppenda en hann mætti öflugum Norðmönnum í -83 kílóa flokki. Hafnaði hann í þriðja sæti með 247,5 kíló í hnébeygju, 140 kíló í bekkpressu og 245 kíló í réttstöðuliftu, það er 632,5 kíló í samanlögðu, en gullið vannst á 732,5 kíló og silfrið á 697,5 kíló í þessum þyngdarflokki.

Auðunn keppti hins vegar í fyrsta sinn í -120 kíló flokki en hann hefur síðustu ár ávallt keppt í yfirþungavigt. Þetta var fjölmennasti flokkur mótsins og var hörð barátta um að komast á verðlaunapall. Leikar fóru svo að Auðunn fékk gild 360 kíló í hnébeygju, 250 kíló í bekkpressu og 335 kíló í réttstöðulyftu; eða 945 kíló í samanlögðu.

Umfjöllun á vefsíðu KRAFT.

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á