Auglýst eftir umsóknum um styrki

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr lista- og menningarsjóði vegna verkefna á næsta ári. Umsóknum skal skila fyrir 31. desember 2015. Hlutverk sjóðsins er að efla menningarlífið í Kópavogi í samræmi við menningarstefnu bæjarins. Styrkir eru veittir einstaklingum, stofnunum og listhópum. 

Umsækjendur um styrki verða að sýna fram á gildi verkefnisins fyrir lista- og menningarlífið í Kópavogi, getu til að hrinda verkefninu í framkvæmd og leggja fram skýra fjárhagsáætlun. Lista- og menningarráð fer yfir umsóknir og afgreiðir þær í byrjun árs 2016.

Umsóknareyðublöð fást á vef Kópavogsbæjar eða hjá þjónustuveri bæjarins, Fannborg 2.

Nánari upplýsingar veitir Arna Schram, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi, í gegnum netfangið: arnaschram@kopavogur.is

Á umsókn skal standa:

Lista- og menningarsjóður
Fannborg 2
200 Kópavogur.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn