Aukatónleikar Karlakórs Kópavogs

Árlegir tónleikar Karlakórs Kópavogs verða að þessu sinni haldnir í Borgarleikhúsinu og kemur það til vegna þátttöku kórsins í uppfærslu á Njálu nú í vetur.

Til að halda í hefðina ætlar kórinn, í samvinnu við Salinn, engu að síður að standa fyrir einum tónleikum í heimabyggð, fimmtudaginn 28. apríl kl. 20.00. Félagi eldriborgara er sérstaklega boðið, en allir sem áhuga hafa eru velkomnir. Aðgangur er ókeypis.

Karlakór Kópavogs er 50 manna karlakór. Hann mun á tónleikunum flytja brot af því besta í íslenskum karlakórslögum, þjóðlögum og öðrum hljómfögrum perlum í útsetningu fyrir karlakór. Einsöngvari mun kíkja í heimsókn.

Stjórnandi er Garðar Cortes og píanóleikari er Hólmfríður Sigurðardóttir.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór