Aukatónleikar Karlakórs Kópavogs

Árlegir tónleikar Karlakórs Kópavogs verða að þessu sinni haldnir í Borgarleikhúsinu og kemur það til vegna þátttöku kórsins í uppfærslu á Njálu nú í vetur.

Til að halda í hefðina ætlar kórinn, í samvinnu við Salinn, engu að síður að standa fyrir einum tónleikum í heimabyggð, fimmtudaginn 28. apríl kl. 20.00. Félagi eldriborgara er sérstaklega boðið, en allir sem áhuga hafa eru velkomnir. Aðgangur er ókeypis.

Karlakór Kópavogs er 50 manna karlakór. Hann mun á tónleikunum flytja brot af því besta í íslenskum karlakórslögum, þjóðlögum og öðrum hljómfögrum perlum í útsetningu fyrir karlakór. Einsöngvari mun kíkja í heimsókn.

Stjórnandi er Garðar Cortes og píanóleikari er Hólmfríður Sigurðardóttir.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn