Aukið gagnsæi í stjórnsýslu Kópavogs

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata.

Aðsent
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum nýverið tillögu Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar um að birta fylgigögn með fundargerðum bæjarstjórnar, bæjarráðs og fastanefnda á vef bæjarins. Í nýsamþykktum reglum bæjarstjórnar kemur fram að samhliða birtingu fundargerða á vef Kópavogsbæjar skulu almennt gerð aðgengileg þau gögn sem varða viðkomandi mál og fylgdu fundarboði eða lögð voru formlega fram á viðkomandi fundi. Sérstaklega skal gæta þess að birta öll skjöl sem liggja til grundvallar ákvörðun í máli, nema lög, persónuverndarsjónarmið eða eðli máls leiði til annars. Breytingarnar taka gildi frá fyrsta fundi bæjarstjórnar haustið 2020 en fram að því verður unnið að útfærslu og kynningu á þessu aukna aðgengi Kópavogsbúa að upplýsingum um stjórnsýslu bæjarins.
Þetta er langþráð breyting en fulltrúar Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur tóku þátt í að koma þessu verklagi á þar árið 2016. Með þessu eru stigin mikilvæg skref í átt að auknu gagnsæi. Almenningi gefst nú kostur á að kynna sér forsendur mála sem eru til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarstjórn og fastanefndum án þess að þurfa að óska sérstaklega eftir þeim. Þetta einfaldar þannig um leið vinnu fjölmiðla sem vilja nálgast gögn og starfsfólks í þjónustuveri sem áður sá um að útvega þau samkvæmt beiðnum hverju sinni.
Lengi vel hefur tíðkast í íslenskri stjórnsýslu að hafa aðgangshindranir að opinberum gögnum, en slíkt tryggir að aðeins þeir sem þekkja hindrunarbrautina geti aflað sér gagna. Fjölmörg dæmi er enn um slíkt, svo sem aðgangur að ársreikningaskrá og Lögbirtingablaðinu, svo fátt eitt sé nefnt. Píratar hafa ávallt staðið gegn slíku framferði, enda er jafnt aðgengi að upplýsingum jafn mikilvægt í lýðræðissamfélagi og tjáningarfrelsi.
-Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér