Aukin endurvinnsla í Kópavogi

Góðar undirtektir eru í Kópavogi við aukna þjónustu í sorphirðumálum. Frá því að heimilt var að setja plast í bláu tunnurnar hefur magn í þeim aukist verulega sem þýðir aukna endurvinnslu Kópavogsbúa. Kópavogsbær jók þjónustu í sorphirðu í nóvember síðastliðnum þegar bláu tunnurnar urðu fyrir bæði plast og pappír. Þá var dögum sem bláa tunnan er tæmd fjölgað um helming. Magn af sorpi í bláu tunnunum í Kópavogi jókst um 25% á tímabilinu nóvember til febrúar miðað við sömu mánuði í fyrra og um 42% miðað við mánuðina á undan, júlí til október. Alls fóru 640 tonn af plasti og pappír í bláu tunnuna hjá Kópavogsbúum frá nóvember til mars.

Endurvinnsla á sorpi bæjarbúar hefur þannig stóraukist, plastið er eins og pappírinn flutt utan til endurvinnslu og þannig tryggt að það endar ekki í urðun þar sem það getur legið í hundrað ár án þess að brotna niður.

Það sem má fara í bláu tunnurnar í Kópavogi er:
Sléttur pappi og karton, til dæmis utan af skyndiréttum og kexi
Bylgjupappi til dæmis pappakassar, dagblöð, fernur, eggjabakkar, skrifstofupappír, mjúkt plast, til dæmis plastfilma og hart plast til dæmis hreinsiefnabrúsar og skyrdósir.

Allir flokkarnir mega fara beint í tunnuna, þeir eru síðan flokkaðir í sundur þegar komið er með þá á flokkunarstöð. Plastið og pappírinn eru flutt utan til endurvinnslu. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu bæjarins: kopavogur.is.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að