Bæjarbúar tóku höndum saman

Sunnuhlíð, ævintýri fólks og félaga í Kópavogi 1979–1999 heitir ný bók sem Sögufélag Kópavogs hefur gefið út. Í bókinni rekur Ásgeir Jóhannesson sögu Sunnuhlíðarsamtakanna þau 20 ár sem hann var formaður þeirra.

Það var árið 1979 sem níu félög Kópavogsbúa bundust samtökum um að byggja í bænum hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Til að fjámagna bygginguna hrundu þau af stað söfnun í Kópavogi og lögðu flest heimili bæjarins sitt af mörkum. Þjóðin öll fylgdist með söfuninni og fjölmargir velunnarar og félagasamtök studdu hana með áheitum og gjöfum.

Fulltrúaráð Sunnuhlíðar í vel fokheldu hjúkrunarheimilinu 15. október 1981.Standandi, frá vinstri: Haukur Hannesson, Kiwanisklúbbnum Eldey; Guðmundur Þorvar Jónsson og Magnús Harðarson, Junior Chamber; Guðsteinn Þengilsson, Lionsklúbbi Kópavogs; Ingimar Sigurðsson, Lions­ klúbbnum Munin; Kjartan Jóhannsson og Ásgeir Jóhannesson, Rauðakrossdeild Kópavogs; Þorgeir Runólfs­son, Lionsklúbbnum Munin; Jónas Frímannsson Lionsklúbbi Kópavogs. Sitjandi, frá vinstri: Jóhann Baldurs, Kiwanisklúbbnum Eldey; Páll Bjarnason Rótarýklúbbi Kópavogs; Vilborg Björnsdóttir, Kvenfélagi Kópavogs; Elsa Vilmundardóttir, Soroptimistaklúbbi Kópavogs; Soffía Eygló Jóns­ dóttir, Kvenfélagi Kópavogs; Hildur Hálfdanardóttir, Soroptimistaklúbbi Kópavogs; Ólína Þorleifsdóttir og Jónína Júlíusdóttir, Kirkjufélagi Digranessóknar; Gunnar Kristjánsson, Rótarýklúbbi Kópavogs.

Þessi samstaða svo margra félaga að slíku verkefni var einstök hér á landi og jafnvel á heimsvísu. Þann 20. maí 1982 var síðan 38 rúma hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi vígt og gefið nafnið Sunnuhlíð. Það var fyrsta sérhannaða hjúkrunarheimili fyrir aldraða á Íslandi. Þegar hjúkrunarheimilið var tekið til starfa ákváðu Sunnuhlíðarsamtökin að reisa stórhýsi með þjónustuíbúðum fyrir aldraða og mörkuðu tímamót hvað varðaði fjármögnun og rekstur slíkra bygginga.

Ásgeir Jóhannesson rifjar upp í bókinni þetta einstaka félagslega ævintýri sem enn má margt af læra.

Í bókinni getur að líta fjölda ljósmynda frá tímabilinu sem fjallað er um og má þar þekkja fjölda Kópavogsbúa á öllum aldri.

Talið er að kringum 3000 manns hafi komið til vígsluhátíðarinnar og var það meiri mannfjöldi en nokkru sinni hafði saman safnast í Kópavogi við slíkt tækifæri. Gestir voru á öllum aldri og á meðal þeirra mátti sjá yngri sem eldri forsvarsmenn bæjarfélagsins auk þingmanna úr kjördæminu og ráðherra.
Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi, var formlega vígt fimmtudaginn 20. maí 1982. Sá dagur var sannkallaður hátíðisdagur allra Kópavogsbúa og þeirra fjölmörgu sem lögðu sitt af mörkum vegna byggingar heimilisins.
Elsti Kópavogsbúinn, Ragnhildur Guðbrandsdóttir, tók fyrstu skóflustunguna að hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð við hátíðlega athöfn laugardaginn 26. janúar 1980. Ragnhildur var 101 árs og fékkst afrek hennar skráð í heimsmetabók Guinness þar sem hún var elst allra í heiminum til að taka fyrstu skóflustungu.
Fréttabréf Sunnuhlíðarsamtakanna gegni veigamiklu hlutverki þegar safnað var fyrir hjúkrunarheimilinu. Fyrsta tölublaðið var gefið út í byrjun mars 1980 þegar stóð til að sækja söfnunarbaukana sem hafði verið dreift á heimili í Kópavogi.

Bókin er 196 blaðsíður að stærð í einkar handhægu broti.

Nánari upplýsingar veitir formaður Sögufélags Kópavog, Þórður Guðmundsson í síma 862-1437

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að