Bæjarmálafélag stofnað í Kópavogi

Nýverið var stofnað bæjarmálafélag í Kópavogi sem fékk nafnið: „Fyrir Kópavog.“ Fyrsta stjórn félagsins var kjörinn á fundinum og hélt hún sinn fyrsta fund á stofnfundi þar sem hún skipti með sér verkum. Hlynur Helgason var kjörinn formaður, Jóna Guðrún Kristinsdóttir ritari og Haukur Valdimarsson gjaldkeri. Meðstjórnendur voru kjörin þau Ómar Stefánsson og Valgerður María Gunnarsdóttir. Fyrir Kópavog stefnir á framboð í næstu bæjarstjórnarkosningum í Kópavogi sem fram fara eftir 174 daga. Í tilkynningu kemur fram að allir eru velkomnir að taka þátt í að móta starfið hjá bæjarmálafélaginu. Jafnframt eru Kópavogsbúar hvattir til að hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið fyrirkopavog@gmail.com  Einnig er hægt að finna félagið á Facbook eða síðar á slóðinni fyrirkopavog.is en sú síða er í vinnslu.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,