Bæjarmálafélag stofnað í Kópavogi

Nýverið var stofnað bæjarmálafélag í Kópavogi sem fékk nafnið: „Fyrir Kópavog.“ Fyrsta stjórn félagsins var kjörinn á fundinum og hélt hún sinn fyrsta fund á stofnfundi þar sem hún skipti með sér verkum. Hlynur Helgason var kjörinn formaður, Jóna Guðrún Kristinsdóttir ritari og Haukur Valdimarsson gjaldkeri. Meðstjórnendur voru kjörin þau Ómar Stefánsson og Valgerður María Gunnarsdóttir. Fyrir Kópavog stefnir á framboð í næstu bæjarstjórnarkosningum í Kópavogi sem fram fara eftir 174 daga. Í tilkynningu kemur fram að allir eru velkomnir að taka þátt í að móta starfið hjá bæjarmálafélaginu. Jafnframt eru Kópavogsbúar hvattir til að hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið fyrirkopavog@gmail.com  Einnig er hægt að finna félagið á Facbook eða síðar á slóðinni fyrirkopavog.is en sú síða er í vinnslu.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér