Bæjarmálafélag stofnað í Kópavogi

Nýverið var stofnað bæjarmálafélag í Kópavogi sem fékk nafnið: „Fyrir Kópavog.“ Fyrsta stjórn félagsins var kjörinn á fundinum og hélt hún sinn fyrsta fund á stofnfundi þar sem hún skipti með sér verkum. Hlynur Helgason var kjörinn formaður, Jóna Guðrún Kristinsdóttir ritari og Haukur Valdimarsson gjaldkeri. Meðstjórnendur voru kjörin þau Ómar Stefánsson og Valgerður María Gunnarsdóttir. Fyrir Kópavog stefnir á framboð í næstu bæjarstjórnarkosningum í Kópavogi sem fram fara eftir 174 daga. Í tilkynningu kemur fram að allir eru velkomnir að taka þátt í að móta starfið hjá bæjarmálafélaginu. Jafnframt eru Kópavogsbúar hvattir til að hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið fyrirkopavog@gmail.com  Einnig er hægt að finna félagið á Facbook eða síðar á slóðinni fyrirkopavog.is en sú síða er í vinnslu.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn