Bæjarskrifstofur Kópavogs flytja á Digranesveg 1

Tillaga liggur fyrir á næsta bæjarstjórnarfundi Kópavogs, að samþykkt verði að kaupa nýtt húsnæði undir bæjarskrifstofurnar að Digranesvegi 1, nánar tiltekið þar sem Íslandsbanki hefur starfrækt útibú sitt við Hálsatorg. Kaupverðið er 585 milljónir. Húsnæðið er á tveimur hæðum, samtals 2000 fermetrar og býður upp á stækkunarmöguleika. Velferðarsvið Kópavogsbæjar verður fyrst í stað áfram í Fannborg en stefnt er að því að selja tvö önnur hús í Fannborg sem hýst hafa bæjarskrifstofurnar. „Mér sýnist vera breið pólitísk samstaða og sátt fyrir þessu sem ég tel afar mikilvægt,“ segir Theodóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs. „Með þessu er verið að styrkja miðsvæði Kópavogs og ná fram þeirri hagræðingu sem stefnt var að í rekstri. Þarna er verið að kaupa húsnæði á lægra verði en áætlaður viðgerðarkostnaður er á Fannborg. Aðkoma og ásýndin að Digranesvegi 1 er jafnframt mjög góð sem við teljum mikilvægt,“ segir Theodóra. Stefnt er að því að hluti bæjarskrifstofanna flytji á næstu mánuðum og að flutningum verði lokið um næstu áramót, ef bæjarstjórn staðfestir tillöguna á fundi sínum á þriðjudag. Skrifstofuhúsnæðið að Fannborg verður aftur auglýst til sölu. Jafnframt er lagt til að Hressingarhælið á Kópavogstúni verði fundarsalur bæjarstjórnar og formlegt móttökuhús bæjarins.

Bæjarskrifstofur Kópavogs verða fluttar á Digranesveg 1 innan nokkurra mánaða, þar sem Íslandsbanki hefur haft útibú, nái tillaga sem liggur fyrir bæjarstjórn fram að ganga.
Bæjarskrifstofur Kópavogs verða fluttar á Digranesveg 1 innan nokkurra mánaða, þar sem Íslandsbanki hefur haft útibú, nái tillaga sem liggur fyrir bæjarstjórn fram að ganga.
Lagt er til að Hressingarhælið á Kópavogstúni verði fundarsalur bæjarstjórnar og formlegt móttökuhús bæjarins.
Lagt er til að Hressingarhælið á Kópavogstúni verði fundarsalur bæjarstjórnar og formlegt móttökuhús bæjarins.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér