Bæjarskrifstofur Kópavogs flytja á Digranesveg 1

Tillaga liggur fyrir á næsta bæjarstjórnarfundi Kópavogs, að samþykkt verði að kaupa nýtt húsnæði undir bæjarskrifstofurnar að Digranesvegi 1, nánar tiltekið þar sem Íslandsbanki hefur starfrækt útibú sitt við Hálsatorg. Kaupverðið er 585 milljónir. Húsnæðið er á tveimur hæðum, samtals 2000 fermetrar og býður upp á stækkunarmöguleika. Velferðarsvið Kópavogsbæjar verður fyrst í stað áfram í Fannborg en stefnt er að því að selja tvö önnur hús í Fannborg sem hýst hafa bæjarskrifstofurnar. „Mér sýnist vera breið pólitísk samstaða og sátt fyrir þessu sem ég tel afar mikilvægt,“ segir Theodóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs. „Með þessu er verið að styrkja miðsvæði Kópavogs og ná fram þeirri hagræðingu sem stefnt var að í rekstri. Þarna er verið að kaupa húsnæði á lægra verði en áætlaður viðgerðarkostnaður er á Fannborg. Aðkoma og ásýndin að Digranesvegi 1 er jafnframt mjög góð sem við teljum mikilvægt,“ segir Theodóra. Stefnt er að því að hluti bæjarskrifstofanna flytji á næstu mánuðum og að flutningum verði lokið um næstu áramót, ef bæjarstjórn staðfestir tillöguna á fundi sínum á þriðjudag. Skrifstofuhúsnæðið að Fannborg verður aftur auglýst til sölu. Jafnframt er lagt til að Hressingarhælið á Kópavogstúni verði fundarsalur bæjarstjórnar og formlegt móttökuhús bæjarins.

Bæjarskrifstofur Kópavogs verða fluttar á Digranesveg 1 innan nokkurra mánaða, þar sem Íslandsbanki hefur haft útibú, nái tillaga sem liggur fyrir bæjarstjórn fram að ganga.
Bæjarskrifstofur Kópavogs verða fluttar á Digranesveg 1 innan nokkurra mánaða, þar sem Íslandsbanki hefur haft útibú, nái tillaga sem liggur fyrir bæjarstjórn fram að ganga.
Lagt er til að Hressingarhælið á Kópavogstúni verði fundarsalur bæjarstjórnar og formlegt móttökuhús bæjarins.
Lagt er til að Hressingarhælið á Kópavogstúni verði fundarsalur bæjarstjórnar og formlegt móttökuhús bæjarins.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn