Bæjarskrifstofurnar að flytja úr Fannborg í Norðurturn Smáralindar?

Flutningur talinn hagkvæmasti kostur

Skrifstofuhúsnæði bæjarskrifstofa Kópavogs er illa farið og kemur því til álita að flytja starfsemina úr Fannborg í annað húsnæði. Núverandi húsnæði þarfnast verulegs viðhalds og hljóðar kostnaðaráætlun endurbóta á húsnæðinu upp á 300 milljónir. Bæjarskrifstofurnar eru nú í þremur húsum, í Fannborg 2, 4 og 6. Frumathugun á öðrum kostum, að flytja eða byggja nýtt húsnæði, hefur leitt í ljós fjárhagslegan ávinning af því að flytja bæjarskrifstofurnar annað.

Bæjarskrifstofurnar eru nú í þremur húsum, í Fannborg 2, 4 og 6.
Bæjarskrifstofurnar eru nú í þremur húsum, í Fannborg 2, 4 og 6.

Sigríður Björg Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar, segir í samtali við Kópavogsblaðið að til hafi staðið að ráðast í endurbætur á húsnæðinu í Fannborg nú í ár. Þegar húsið var skoðað nánar þá hafi komið í ljós að ástand þess var mun verra en talið var í fyrstu og þarfnast verulegra endurbóta.

Hluti 4. hæðar Fannborgar 2 er ekki í notkun vegna ástands hennar. Hæðin sem er byggð árið 1974 þarfnast  verulegs viðhalds.
Hluti 4. hæðar Fannborgar 2 er ekki í notkun vegna ástands hennar. Hæðin sem er byggð árið 1974 þarfnast
verulegs viðhalds.

Vegna þess hversu kostnaðarsamar þær endurbætur myndu verða var ákveðið að fá verkfræðistofuna Mannvit til að kanna hvað myndi kosta annars vegar að kaupa nýtt húsnæði og hins vegar að byggja nýjar bæjarskrifstofur á lóð bæjarins. Niðurstaða þeirrar athugunar liggur nú fyrir. Fjárhagslegur ávinningur er sagður vera í því að flytja starfsemina og selja núverandi húsnæði í Fannborg. Ræður þar meðal annars miklu að starfsemin kæmist fyrir í mun minna húsnæði eða um 3.000 fermetrum í stað 4.500 fermetra nú, að sögn Sigríðar. Þar sem hagkvæmara virðist vera að kaupa nýtt húsnæði eða byggja í stað endurbóta á núverandi húsnæði mun bærinn skoða þá kosti enn frekar.

Aðspurð staðfestir Sigríður heimildir Kópavogsblaðsins að Norðurturn Smáralindar sé einn þeirra kosta sem Kópavogsbær hefur skoðað undir nýjar bæjarskrifstofur. „Niðurstaða athugunarinnar er sú að það er óhagkvæmt að ráðast í endurbætur í samanburði við kaup eða byggingu á nýju húsnæði. En það á eftir að meta styrkleika og veikleika þess að flytja bæjarskrifstofurnar í nýjan miðbæ bæjarins.“

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn