Bæjarstjóri leggur fram tillögu til lausnar verkfalli starfsmanna bæjarins

Bæjarstjórinn í Kópavogi, Ármann Kr. Ólafsson, hefur óskað eftir því að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga f.h. Kópavogsbæjar leggi fram tilboð til lausnar kjaradeilu við Starfsmannafélag Kópavogsbæjar. Þetta kemur fram í yfrlýsingu frá bænum.

Tilboðið felur í sér:

  1. Aðilar samþykki kjarasamning sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gert við önnur bæjarstarfsmannafélög í landinu en með gildistíma frá 1. október 2014.
  2. Að auki greiðir Kópavogsbær 105.000 króna eingreiðslu til starfsmanna sem tekur m.a. mið af styttri  gildistíma samnings. Með þessu er þeim lægst launuðu tryggð hlutfallsleg mest hækkun.
  3. Að auki tryggir Kópavogsbær ófaglærðum starfsmönnum á leikskólum sömu kjör og ófaglærðir á leikskólum Reykjavíkurborgar njóta út samningstímann, en þessi störf voru þau einu sem voru lægra borguð í samanburði milli sveitarfélaganna.
  4. Að sérákvæði um háskólamenntaða falli brott við lok samningstíma.
  5. Að Kópavogsbær skipi fulltrúa í stjórn Vísindasjóðs Starfsmannafélagsins.

Með tilboðinu er vonast til að deilan leysist áður en boðað verkfall hefst nk. mánudag. Tilboðið verður formlega lagt fram á fundi sem ríkissáttasemjari hefur boðað til á morgun, laugardag.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar