Bæjarstjóri leggur fram tillögu til lausnar verkfalli starfsmanna bæjarins

Ármann Kr. Ólafsson (D): „Nei„

Bæjarstjórinn í Kópavogi, Ármann Kr. Ólafsson, hefur óskað eftir því að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga f.h. Kópavogsbæjar leggi fram tilboð til lausnar kjaradeilu við Starfsmannafélag Kópavogsbæjar. Þetta kemur fram í yfrlýsingu frá bænum.

Tilboðið felur í sér:

  1. Aðilar samþykki kjarasamning sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gert við önnur bæjarstarfsmannafélög í landinu en með gildistíma frá 1. október 2014.
  2. Að auki greiðir Kópavogsbær 105.000 króna eingreiðslu til starfsmanna sem tekur m.a. mið af styttri  gildistíma samnings. Með þessu er þeim lægst launuðu tryggð hlutfallsleg mest hækkun.
  3. Að auki tryggir Kópavogsbær ófaglærðum starfsmönnum á leikskólum sömu kjör og ófaglærðir á leikskólum Reykjavíkurborgar njóta út samningstímann, en þessi störf voru þau einu sem voru lægra borguð í samanburði milli sveitarfélaganna.
  4. Að sérákvæði um háskólamenntaða falli brott við lok samningstíma.
  5. Að Kópavogsbær skipi fulltrúa í stjórn Vísindasjóðs Starfsmannafélagsins.

Með tilboðinu er vonast til að deilan leysist áður en boðað verkfall hefst nk. mánudag. Tilboðið verður formlega lagt fram á fundi sem ríkissáttasemjari hefur boðað til á morgun, laugardag.

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á