Bæjarstjóri leggur fram tillögu til lausnar verkfalli starfsmanna bæjarins

Ármann Kr. Ólafsson (D): „Nei„

Bæjarstjórinn í Kópavogi, Ármann Kr. Ólafsson, hefur óskað eftir því að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga f.h. Kópavogsbæjar leggi fram tilboð til lausnar kjaradeilu við Starfsmannafélag Kópavogsbæjar. Þetta kemur fram í yfrlýsingu frá bænum.

Tilboðið felur í sér:

  1. Aðilar samþykki kjarasamning sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gert við önnur bæjarstarfsmannafélög í landinu en með gildistíma frá 1. október 2014.
  2. Að auki greiðir Kópavogsbær 105.000 króna eingreiðslu til starfsmanna sem tekur m.a. mið af styttri  gildistíma samnings. Með þessu er þeim lægst launuðu tryggð hlutfallsleg mest hækkun.
  3. Að auki tryggir Kópavogsbær ófaglærðum starfsmönnum á leikskólum sömu kjör og ófaglærðir á leikskólum Reykjavíkurborgar njóta út samningstímann, en þessi störf voru þau einu sem voru lægra borguð í samanburði milli sveitarfélaganna.
  4. Að sérákvæði um háskólamenntaða falli brott við lok samningstíma.
  5. Að Kópavogsbær skipi fulltrúa í stjórn Vísindasjóðs Starfsmannafélagsins.

Með tilboðinu er vonast til að deilan leysist áður en boðað verkfall hefst nk. mánudag. Tilboðið verður formlega lagt fram á fundi sem ríkissáttasemjari hefur boðað til á morgun, laugardag.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Skak
afmaeli
10530771_10204318835676785_6604620397319863176_n
Hjálparsveit skáta í Kópavogi
Bergljot2
Hafsport3
XS_2013_logo_170
WP_20140319_15_22_29_Pro
Sigurbjorg