Bæjarstjóri segir ritstjóra bæjarblaðsins Kópavogur ljúga upp á sig launahækkun

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri og Ingimar Karl Helgason,, ritstjóri Kópavogur bæjarblaðs.

Fullyrt er í bæjarblaðinu Kópavogur, sem ritstýrt er af Ingimar Karli Helgasyni, að laun bæjarstjóra Kópavogs hækki verulega frá því sem var, samkvæmt nýjum ráðningarsamningi. Laun bæjarstjórans eru sögð hækka í allt í 2 milljónir króna á ári, en þar munar að hann fær 50 fleiri yfirvinnustundir greiddar í stað 30 áður og orlof á þær. Blaðið tekur þó fram að heildargreiðslur til Ármanns lækka um 30 þúsund á mánuði þar sem hann situr ekki lengur í hafnarstjórn og bæjarráði.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.

Í færslu á Facebook segir Ármann ritstjóra bæjarblaðsins Kópavogur ljúga upp á sig launahækkun:

Í bæjarblaðinu „Kópavogur“ sem út kom í dag, tókst Ingimari Karli Helgasyni fyrrverandi frambjóðanda Vg og blaðamanni Smugunnar sálugu (sem var í eigu Vg) að ljúga upp á mig launahækkun í launasamningi sem tók gildi á þessu kjörtímabili. Hið sanna er að ég lækkaði um rúmar 30.000 kr.í heildarlaunum fyrir sama starf og sömu vinnu. Blaðið „Kópavogur“ er vinstra blað sem gefið er út undir fölsku flaggi. Þar gildir að; tilgangurinn helgar meðalið. Það fyndna er að hann sagði mig bæði hafa lækkað og hækkað. Hvernig er það hægt? Annaðhvort hækkar maður eða lækkar, svo einfalt er það.“

Ingimar Karl Helgason, ritstjóri bæjarblaðsins Kópavogur.
Ingimar Karl Helgason, ritstjóri bæjarblaðsins Kópavogur.

Ingimar Karl stendur við umfjöllun sína um launakjör bæjarstjórans:

Umfjöllun mín um launakjör bæjarstjórans er rétt og er byggð á gögnum frá Kópavogsbæ sem ég fékk afhent á grundvelli upplýsingalaga. Mér sýnist bæjarstjórinn vera eitthvað viðkvæmur fyrir því að bæjarbúar sem borga launin hans fái að vita hvernig þau eru saman sett. Það segir mest um hann hvernig hann velur að bregðast við staðreyndum.

Uppfært klukkan 17:35:

Samkvæmt athugun Kópavogsblaðsins þá situr Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, í hafnarstjórn sem hafnarstjóri. Hann situr einnig fundi bæjarráðs sem bæjarstjóri.  Í bæjarráði eiga sæti fimm bæjarfulltrúar, kosnir hlutfallskosningu af bæjarstjórn til eins árs í senn. Bæjarstjóri á þar sæti án atkvæðisréttar, nema hann sé sérstaklega í það kjörinn, að því er fram kemur á vef bæjarins.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem