Þríþrautarkeppni Þríkó var haldin síðastliðinn sunnudag í blíðskaparveðri á Rútstúni og í Sundlaug Kópavogs. Frambjóðendur fyrir sveitastjórnarkosningarnar létu sig ekki vanta og syntu, hjóluðu og hlupu. Þeir Guðmundur Gísli Geirdal, sem skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna, gáfu ekkert eftir og blésu varla úr nös þegar þeir komu í mark eins og þetta skemmtilega myndband sýnir:
http://youtu.be/naq7UmQKXak