Bæjarstjórn Kópavogs vildi láta flytja Reykjavíkurflugvöll árið 1963.

„Bæjarstjórn Kópavogs telur augljóst að brautir Reykjavíkurflugvallar geta ekki dugað til frambúðar og … telur veigamikil rök fyrir því að eðlilegast sé að flytja flugvöllinn frá Reykjavík og á annan stað í nágrenninu.“

Svo segir í fylgiskjali III á fundi bæjarstjórnar Kópavogs, dagsettu 19. apríl 1963 sem nýlega fannst í skjalahirslum Héraðsskjalasafns Kópavogs.

Kársnesingar létu sig staðsetningu flugvallarins í Vatnsmýri sig varða árið 1963 og bæjarstjórn Kópavogs vildi láta flytja hann annað.
Kársnesingar létu sig staðsetningu flugvallarins í Vatnsmýri sig varða árið 1963 og bæjarstjórn Kópavogs vildi láta flytja hann annað.

Í skjölum Héraðsskjalasafnsins kemur fram að mikil samstaða hafi verið hjá um 40-50 íbúum á Kársnesi, sem komu saman til fundar í Kársnesskóla í byrjun árs 1963, um „brýna nauðsyn þess að beita til þess öllum hugsanlegum ráðum að millilandaflugvélar hætti lágflugi yfir húsum á Kársnesinu, sem er mjög truflandi og ónæðissamt fyrir íbúana og að flestra áliti mjög hættuleg.“

Gunnar Marel Hinriksson, skjalavörður í Héraðsskjalasafninu, telur að þarna sé verið að vísa í Cloudmaster og DC6 flugvélar en flugvöllurinn í Keflavík var ekki nýttur undir millilandaflug fyrr en einhverju síðar.

Gunnar Marel Hinriksson, skjalavörður hjá Héraðsskjalasafni Kópavogs, rakst á dögunum á áhugaverða ályktun bæjarstjórnar Kópavogs frá 1963 um flugvöllinn í Vatnsmýri.
Gunnar Marel Hinriksson, skjalavörður hjá Héraðsskjalasafni Kópavogs, rakst á dögunum á áhugaverða ályktun bæjarstjórnar Kópavogs frá 1963 um flugvöllinn í Vatnsmýri.

Í fundarlok íbúanna á Kársnesi var eftirfarandi ályktun samþykkt:

„Fundur íbúa á vestanverðu Kársnesi, haldinn miðvikudaginn 16. jan. 1963, samþykkir að beina þeirri kröfu til bæjarstjórnar Kópavogs, að hún beiti sér fyrir því að ráðstafanir verði gerðar til þess að lendingum og flugtökum stórra millilandavéla verði hætt þegar í stað, á suður-norðurbraut Reykjavíkurflugvallar. Til þess að fylgjast með því, að samþykkt þessarri verði framfylgt, kýs fundurinn 3ja manna nefnd, og felur henni að beita öllum tiltækilegum ráðum til þess að mál þetta verði leyst skv. þessari fundarsamþykkt.“

Í nefnd þá, sem um ræðir í samþykktinni, voru kosnir:

Guðni Þorgeirsson, Borgarholtsbraut 51,
Guðmundur Karlsson, Kópavogsbraut 54,
Jakob Magnússon, Þinghólsbraut 78.

Samkvæmt ákvörðun fundarins leyfum vér okkur hér með að senda háttvirtri bæjarstjórn þessa samþykkt og væntum þess, að hún leggi á það ríka áherzlu, að réttur íbúa Kóavgsbæjar til að lifa friðsömu lífi án ágangs þungra og hávaðasamra flugvéla rétt yfir höfðum þeirra, verði ekki fyrir borð borinn.“

Fundargerðarbók bæjarstjórnar Kópavogs frá 1963.
Fundargerðarbók bæjarstjórnar Kópavogs frá 1963.

Bæjarstjórn Kópavogs tók málið upp í apríl 1963 og vildi vekja athygli ríkisstjórnar og Alþingis á því, að flugtök og lendingar stórra flugvéla á suðurbraut Reykjavíkurflugvallar skapi „verulega hættu fyrir byggðina á utanverðu Kársnesi og jafnframt mikil óþægindi fyrir íbúana þar.“  Svo segir í fylgiskjali III á fundi bæjarstjórnar:

„Bæjarstjórn hefur kynnt sér álit nefndar þeirrar, sem flugmálaráðherra skipaði árið 1961 til að gera tillögur um framtíð flugvallarins, svo og þær umræður, sem fram hafa farið um málið að undanförnu á opinberum vettvangi. Af þessum gögnum er augljóst, að brautir Reykjavíkurflugvallar geta ekki dugað til frambúðar eins og þær stefna nú, og jafnframt eru þar færð mörg og veigamikil rök fyrir því, að eðlilegast sé að flytja flugvöllinn frá Reykjavík og á annan stað í nágrenninu.“

Bæjarstjórn samþykkti síðan að skora á stjórnvöld að hefja undirbúning að því að breyta svo legu flugvallarins, að umræddri hættu og óþægindum verði bægt frá.

„Meðan lega flugvallarins er óbreytt, telur bæjarstjórnin óhjákvæmilegt að verða við tilmælum íbúanna á utanverðu Kársnesi, og gerir því kröfu til, að suðurbraut Reykjavíkurflugvallar verði eftirleiðis lokuð fyrir millilandaflugvélum eigi skemur en frá miðnætti og til kl. 7 árdegis dag hvern.“

Kjarnastofnun lýðræðisins í Kópavogi er Héraðsskjalasafnið.
Héraðsskjalasafnið er kjarnastofnun lýðræðisins í Kópavogi .

Heimildir:

Héraðsskjalasafn Kópavogs. BS/95. Fylgiskjöl fundargerða bæjarstjórnar.
Héraðsskjalasafn Kópavogs. BS/191. Fylgiskjöl fundargerða bæjarráðs.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem