Bænahús í Hamraborg?

Breski miðillinn Kay Cook, sem starfar hjá Sálarrannsóknafélagi Íslands og er búsett hér á landi, fullyrðir að á lóðinni þar sem húsið Hamraborg 1 stendur, hafi áður fyrr verið bænahús eða samkomusalur þar sem hafi verið stundað mikið bænahald.

Miðlar fullyrða að bænahús hafi verið áður þar sem nú er Hamraborg 1 og hýsir meðal annars Sálarrannsóknarfélag Íslands.
Miðlar fullyrða að bænahús hafi verið áður þar sem nú er Hamraborg 1 og hýsir meðal annars Sálarrannsóknarfélag Íslands.

Engar heimildir eru til um slíkt. Kay segir að um leið og hún hafi komið í sal Sálarransóknarfélagsins, sem er á þriðju hæð hússins, hafi hún fundið sterkt fyrir jákvæðri orku sem hún tengir við bænahald. Undir þetta taka aðrir miðlar félagsins sem segja það ekki tilviljun hversu notalegt andrúmsloftið sé í sal Sálarransóknarfélagsins og reyndar í húsinu öllu. Magnús Harðarson, forseti Sálarransóknafélags Íslands, segir að samkvæmt riti Sögufélags Kópavogs um kampa og breska herinn, sem kom út fyrr á þessu ári, komi fram að stór kampur hafi verið á þessu svæði á stríðsárunum 1941- 1943.

„Ef einhverntímann er ærin ástæða til að biðjast fyrir, þá er það einmitt á stríðstímum,“ segir Magnús, og minnir á að miðlarnir Bíbí Ólafsdóttir og Þórhallur Guðmundsson verða með opin skyggnilýsingafund í húsakynnum félagsins, sunnudaginn 8. desember kl. 20:00.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér