Bænahús í Hamraborg?

Breski miðillinn Kay Cook, sem starfar hjá Sálarrannsóknafélagi Íslands og er búsett hér á landi, fullyrðir að á lóðinni þar sem húsið Hamraborg 1 stendur, hafi áður fyrr verið bænahús eða samkomusalur þar sem hafi verið stundað mikið bænahald.

Miðlar fullyrða að bænahús hafi verið áður þar sem nú er Hamraborg 1 og hýsir meðal annars Sálarrannsóknarfélag Íslands.
Miðlar fullyrða að bænahús hafi verið áður þar sem nú er Hamraborg 1 og hýsir meðal annars Sálarrannsóknarfélag Íslands.

Engar heimildir eru til um slíkt. Kay segir að um leið og hún hafi komið í sal Sálarransóknarfélagsins, sem er á þriðju hæð hússins, hafi hún fundið sterkt fyrir jákvæðri orku sem hún tengir við bænahald. Undir þetta taka aðrir miðlar félagsins sem segja það ekki tilviljun hversu notalegt andrúmsloftið sé í sal Sálarransóknarfélagsins og reyndar í húsinu öllu. Magnús Harðarson, forseti Sálarransóknafélags Íslands, segir að samkvæmt riti Sögufélags Kópavogs um kampa og breska herinn, sem kom út fyrr á þessu ári, komi fram að stór kampur hafi verið á þessu svæði á stríðsárunum 1941- 1943.

„Ef einhverntímann er ærin ástæða til að biðjast fyrir, þá er það einmitt á stríðstímum,“ segir Magnús, og minnir á að miðlarnir Bíbí Ólafsdóttir og Þórhallur Guðmundsson verða með opin skyggnilýsingafund í húsakynnum félagsins, sunnudaginn 8. desember kl. 20:00.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á