Fyrir átta daga leigu á Kórnum, vegna tónleika Justin Timberlake, greiddi Sena Kópavogsbæ 8.250.000 krónur, að þvi er fram kemur í umfjöllun Vísis. Þegar gjöld bæjarins hafa verið dregin frá kemur í ljós að nettóleigutekjur bæjarins námu 5.5 milljónum króna. Sigurjón Jónsson, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, kallaði eftir að leigan yrði gefin upp en það þótti upphaflega ekki þjóna viðskiptahagsmunum bæjarins, að því er getið er um í tilkynningu frá bænum.
Allur réttur áskilinn. Kópavogsblaðið slf. 2024.