Bara gleði á Símamótinu (myndband):

Þróttarastelpur á Símamótinu.

Leikgleðin ræður ríkjum hjá stelpunum á Símamótinu sem endranær. Rigning hefur sett strik í reikning mótsins en stelpurnar láta það ekkert á sig fá. Stelpurnar í Þrótti sem við rákumst á eftir leik þeirra gegn Breiðablik voru hinar hressustu:


Myndirnar hér að neðan tala sínu máli um stemninguna á þeim 27 knattspyrnuvöllum sem keppt er á:

WP_20140719_12_50_26_Pro WP_20140719_13_07_06_Pro WP_20140719_13_00_41_Pro WP_20140719_13_04_25_Pro WP_20140719_12_52_15_Pro WP_20140719_13_08_21_Pro WP_20140719_12_50_07_Pro

Selfoss lék gegn Grindavík í 7 flokki 3.  Selfoss stúlkurnar unnu riðilinn með glæsibrag en þær fengu 7 stig af 9 mögulegum. Þær byrjuðu á að gera jafntefli við Víking 3 – 3 en unnu síðan Grindavík 4 – 1 og Fylki 4 – 1.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA OLYMPUS DIGITAL CAMERA OLYMPUS DIGITAL CAMERA OLYMPUS DIGITAL CAMERA OLYMPUS DIGITAL CAMERA OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Í sjöunda flokki mættust Breiðablik 7 og Fjölnir 2. Staðan var 2:1 í hörkuspennandi leik þegar við kíktum á þær þar sem þær Kristín Mjöll og Katla Magnea skoruðu mörk Blikanna. Viðureign Breiðabliks og Víkings var öllu jafnari en þar var staðan 1:1 í hálfleik. Diljá skoraði mark Breiðabliks en María fyrir Víking.

Klukkan 18:30 verður stórskemmtilegur leikur á Kópavogsvellinum þar sem Pressuliðið og Landslið mótsins keppa.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem