Leikgleðin ræður ríkjum hjá stelpunum á Símamótinu sem endranær. Rigning hefur sett strik í reikning mótsins en stelpurnar láta það ekkert á sig fá. Stelpurnar í Þrótti sem við rákumst á eftir leik þeirra gegn Breiðablik voru hinar hressustu:
Myndirnar hér að neðan tala sínu máli um stemninguna á þeim 27 knattspyrnuvöllum sem keppt er á:
Selfoss lék gegn Grindavík í 7 flokki 3. Selfoss stúlkurnar unnu riðilinn með glæsibrag en þær fengu 7 stig af 9 mögulegum. Þær byrjuðu á að gera jafntefli við Víking 3 – 3 en unnu síðan Grindavík 4 – 1 og Fylki 4 – 1.
Í sjöunda flokki mættust Breiðablik 7 og Fjölnir 2. Staðan var 2:1 í hörkuspennandi leik þegar við kíktum á þær þar sem þær Kristín Mjöll og Katla Magnea skoruðu mörk Blikanna. Viðureign Breiðabliks og Víkings var öllu jafnari en þar var staðan 1:1 í hálfleik. Diljá skoraði mark Breiðabliks en María fyrir Víking.
Klukkan 18:30 verður stórskemmtilegur leikur á Kópavogsvellinum þar sem Pressuliðið og Landslið mótsins keppa.