Bara gleði á Símamótinu (myndband):

Leikgleðin ræður ríkjum hjá stelpunum á Símamótinu sem endranær. Rigning hefur sett strik í reikning mótsins en stelpurnar láta það ekkert á sig fá. Stelpurnar í Þrótti sem við rákumst á eftir leik þeirra gegn Breiðablik voru hinar hressustu:


Myndirnar hér að neðan tala sínu máli um stemninguna á þeim 27 knattspyrnuvöllum sem keppt er á:

WP_20140719_12_50_26_Pro WP_20140719_13_07_06_Pro WP_20140719_13_00_41_Pro WP_20140719_13_04_25_Pro WP_20140719_12_52_15_Pro WP_20140719_13_08_21_Pro WP_20140719_12_50_07_Pro

Selfoss lék gegn Grindavík í 7 flokki 3.  Selfoss stúlkurnar unnu riðilinn með glæsibrag en þær fengu 7 stig af 9 mögulegum. Þær byrjuðu á að gera jafntefli við Víking 3 – 3 en unnu síðan Grindavík 4 – 1 og Fylki 4 – 1.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA OLYMPUS DIGITAL CAMERA OLYMPUS DIGITAL CAMERA OLYMPUS DIGITAL CAMERA OLYMPUS DIGITAL CAMERA OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Í sjöunda flokki mættust Breiðablik 7 og Fjölnir 2. Staðan var 2:1 í hörkuspennandi leik þegar við kíktum á þær þar sem þær Kristín Mjöll og Katla Magnea skoruðu mörk Blikanna. Viðureign Breiðabliks og Víkings var öllu jafnari en þar var staðan 1:1 í hálfleik. Diljá skoraði mark Breiðabliks en María fyrir Víking.

Klukkan 18:30 verður stórskemmtilegur leikur á Kópavogsvellinum þar sem Pressuliðið og Landslið mótsins keppa.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór