Barbabrella Sjálfstæðisflokksins

Guðríður Arnardóttir, fráfarandi bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Guðríður Arnardóttir, fráfarandi bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Guðríður Arnardóttir, fráfarandi bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, hefur tuggið sömu möntruna í aðdraganda kosninganna þar sem eitt helsta stefnumál Sjálfstæðisflokksins er ábyrg fjármálastjórn. Eins og hvítþvegið ungabarn talar bæjarstjóri eins og hann sé nýgræðingur í pólitík og ákvarðanir fortíðar komi honum ekkert við. Þegar skuldir bæjarsjóðs bera á góma þá kennir Ármann um innskilum lóða á árinu 2009. Ég ætla rétt að vona að kjósendur í Kópavogi sjái í gegnum þennan málflutning og reki minni svo langt aftur til að vita að þarna vantar verulega upp á sannleikann.

Staðreyndin er vissulega sú að þótt vissulega hafi Kópavogsbær greitt til baka 15 milljarða vegna innskilaðra lóða á sínum tíma þá skýrir það ekki gríðarlega skuldastöðu bæjarins sem nema um 43 milljörðum. Kópavogsbær er með skuldsettustu sveitarfélögum landsins og má þakka það Ármanni og stjórn Sjálfstæðisflokksins til 24 ára og þar af hefur Ármann Kr. Ólafsson setið í bæjarstjórn sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í 16 ár.

Hann greiddi því atkvæði sitt orðlaust þegar meirihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs keypti upp gömul hesthús í Glaðheimum fyrir milljarða og leysti fjárfesa sem þar höfðu braskað með lóðir út með hálfan milljarð í hagnað. Og í kjölfarið voru lönd og lóðir tekin „eignarnámi“ í Vatnsenda, fleiri milljörðum dælt úr bæjarsjóði, loforð um byggingar og lóðabrask gefin meðal annars um byggingu heilu hverfanna á vatnsverndarsvæði Kópavogsbæjar. Samningar sem voru svo lélegir að um þá verður tekist fyrir dómstólum næstu árin og sér engan veginn fyrir endann á með tilheyrandi kostnaði.

Ármann greiddi atkvæði sitt með umdeildum og vafasömum viðskiptum bæjarins við verktakafyrirtæki og auglýsingastofur án útboða og samninga – aldrei gerði hann athugasemdir.

Það skerðir óneitanlega trúverðugleika oddvitans þegar fortíðin er rifjuð upp. Skuldastöðu bæjarins og erfiðan rekstur á hann skuldlaust sem fulltrúi meirihluta sem fór illa með almannafé. Ég vona innilega að bæjarbúar átti sig á þessari staðreynd og sjái í gegnum glansmyndina sem nú er dregin upp af Sjálfstæðisflokknum.

-Guðríður Arnardóttir, fráfarandi bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að