Barbabrella Sjálfstæðisflokksins

Guðríður Arnardóttir, fráfarandi bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Guðríður Arnardóttir, fráfarandi bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, hefur tuggið sömu möntruna í aðdraganda kosninganna þar sem eitt helsta stefnumál Sjálfstæðisflokksins er ábyrg fjármálastjórn. Eins og hvítþvegið ungabarn talar bæjarstjóri eins og hann sé nýgræðingur í pólitík og ákvarðanir fortíðar komi honum ekkert við. Þegar skuldir bæjarsjóðs bera á góma þá kennir Ármann um innskilum lóða á árinu 2009. Ég ætla rétt að vona að kjósendur í Kópavogi sjái í gegnum þennan málflutning og reki minni svo langt aftur til að vita að þarna vantar verulega upp á sannleikann.

Staðreyndin er vissulega sú að þótt vissulega hafi Kópavogsbær greitt til baka 15 milljarða vegna innskilaðra lóða á sínum tíma þá skýrir það ekki gríðarlega skuldastöðu bæjarins sem nema um 43 milljörðum. Kópavogsbær er með skuldsettustu sveitarfélögum landsins og má þakka það Ármanni og stjórn Sjálfstæðisflokksins til 24 ára og þar af hefur Ármann Kr. Ólafsson setið í bæjarstjórn sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í 16 ár.

Hann greiddi því atkvæði sitt orðlaust þegar meirihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs keypti upp gömul hesthús í Glaðheimum fyrir milljarða og leysti fjárfesa sem þar höfðu braskað með lóðir út með hálfan milljarð í hagnað. Og í kjölfarið voru lönd og lóðir tekin „eignarnámi“ í Vatnsenda, fleiri milljörðum dælt úr bæjarsjóði, loforð um byggingar og lóðabrask gefin meðal annars um byggingu heilu hverfanna á vatnsverndarsvæði Kópavogsbæjar. Samningar sem voru svo lélegir að um þá verður tekist fyrir dómstólum næstu árin og sér engan veginn fyrir endann á með tilheyrandi kostnaði.

Ármann greiddi atkvæði sitt með umdeildum og vafasömum viðskiptum bæjarins við verktakafyrirtæki og auglýsingastofur án útboða og samninga – aldrei gerði hann athugasemdir.

Það skerðir óneitanlega trúverðugleika oddvitans þegar fortíðin er rifjuð upp. Skuldastöðu bæjarins og erfiðan rekstur á hann skuldlaust sem fulltrúi meirihluta sem fór illa með almannafé. Ég vona innilega að bæjarbúar átti sig á þessari staðreynd og sjái í gegnum glansmyndina sem nú er dregin upp af Sjálfstæðisflokknum.

-Guðríður Arnardóttir, fráfarandi bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér