Barbabrella Sjálfstæðisflokksins

Guðríður Arnardóttir, fráfarandi bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Guðríður Arnardóttir, fráfarandi bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, hefur tuggið sömu möntruna í aðdraganda kosninganna þar sem eitt helsta stefnumál Sjálfstæðisflokksins er ábyrg fjármálastjórn. Eins og hvítþvegið ungabarn talar bæjarstjóri eins og hann sé nýgræðingur í pólitík og ákvarðanir fortíðar komi honum ekkert við. Þegar skuldir bæjarsjóðs bera á góma þá kennir Ármann um innskilum lóða á árinu 2009. Ég ætla rétt að vona að kjósendur í Kópavogi sjái í gegnum þennan málflutning og reki minni svo langt aftur til að vita að þarna vantar verulega upp á sannleikann.

Staðreyndin er vissulega sú að þótt vissulega hafi Kópavogsbær greitt til baka 15 milljarða vegna innskilaðra lóða á sínum tíma þá skýrir það ekki gríðarlega skuldastöðu bæjarins sem nema um 43 milljörðum. Kópavogsbær er með skuldsettustu sveitarfélögum landsins og má þakka það Ármanni og stjórn Sjálfstæðisflokksins til 24 ára og þar af hefur Ármann Kr. Ólafsson setið í bæjarstjórn sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í 16 ár.

Hann greiddi því atkvæði sitt orðlaust þegar meirihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs keypti upp gömul hesthús í Glaðheimum fyrir milljarða og leysti fjárfesa sem þar höfðu braskað með lóðir út með hálfan milljarð í hagnað. Og í kjölfarið voru lönd og lóðir tekin „eignarnámi“ í Vatnsenda, fleiri milljörðum dælt úr bæjarsjóði, loforð um byggingar og lóðabrask gefin meðal annars um byggingu heilu hverfanna á vatnsverndarsvæði Kópavogsbæjar. Samningar sem voru svo lélegir að um þá verður tekist fyrir dómstólum næstu árin og sér engan veginn fyrir endann á með tilheyrandi kostnaði.

Ármann greiddi atkvæði sitt með umdeildum og vafasömum viðskiptum bæjarins við verktakafyrirtæki og auglýsingastofur án útboða og samninga – aldrei gerði hann athugasemdir.

Það skerðir óneitanlega trúverðugleika oddvitans þegar fortíðin er rifjuð upp. Skuldastöðu bæjarins og erfiðan rekstur á hann skuldlaust sem fulltrúi meirihluta sem fór illa með almannafé. Ég vona innilega að bæjarbúar átti sig á þessari staðreynd og sjái í gegnum glansmyndina sem nú er dregin upp af Sjálfstæðisflokknum.

-Guðríður Arnardóttir, fráfarandi bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn