Afar vel tókst til við Barnamenningarhátíð í Kópavogi sem fram fór vikuna 8.-13.apríl. Fjölmargir leik- og grunnskólahópar sóttu dagskrá í Menningarhúsunum í Kópavogi alla vikuna, meðal annars smiðjur, tónleika og jóga. Laugardaginn 13. apríl var svo vel sótt hátíðardagskrá í Menningarhúsunum þar sem boðið var upp á fjölbreytta viðburði fyrir alla fjölskylduna í Salnum, Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Bókasafni Kópavogs
Allur réttur áskilinn. Kópavogsblaðið slf. 2024.