Barnaóperan Hans og Gréta í Salnum

Rennsli-13-3-IMG_8548Óp-hópurinn frumsýndi nýlega barnaóperuna Hans og Grétu eftir Humperdinck í Salnum.  Með uppsetningunni vill hópurinn kynna heim óperunnar fyrir börnum á skemmtilegan og ævintýralegan hátt.  Allir þekkja söguna um Hans og Grétu en tónlist Humperdincks og texti systur hans, Adelheid Wette, setja hana í ógleymanlega skondinn búning en um leið vekur hún fólk sterkt til umhugsunar um lífið og tilveruna. Í tónlistinni leynast stef sem eru íslendingum góðkunn eins og „Það búa litlir dvergar í björtum dal…“ og þegar að þeim hluta óperunnar kemur er gestum að sjálfsögðu boðið að taka þátt og syngja með.
Sýningin er um það bil klukkustundarlöng en hún hefur verið stytt í þeim tilgangi að gera hana aðgengilegri fyrir börn á öllum aldri. Ekkert eiginlegt hlé er á sýningunni en hún verður engu að síður brotin upp þar sem annar þáttur verður sýndur í anddyri Salarins og er því foreldrum, öfum og ömmum bent á að gott getur verið að kippa með sér púðum til að sitja á í öðrum þætti.
Hópurinn fékk íslenska þýðingu eftir Þorstein Gylfason sem er mjög skemmtileg.  Í uppsetningarferlinu íslenskaðist fleira en texti óperunnar því fjölskyldan rekur lopaverkstæði og nornin er ekki með bakaraofn eins og í upphaflegu sögunni heldur risastóran pott sem hún notar til að sjóða kjötsúpu. Hvers konar kjötsúpu geta áheyrendur getið sér til um.
IMG_8556

Leikstjóri er Maja Jantar, Íslandsvinur með meiru.  Hún er hollensk og gift íslendingi og því með sterk tengsl við land og þjóð. Hún hefur sérhæft sig í uppsetningu barnaópera og nær að nýta það litla svið sem er til umráða til hins ýtrasta. Hún segir foreldra vera helsta hindrun barnanna þegar kemur að því að sjá óperu. Börnin sjálf eru móttækileg og gleyma sér en foreldrarnir hafa áhyggjur af því að þetta sé of erfitt listform fyrir þau.Á frumsýningunni um siðustu helgi var fjöldi barna og gleymdu þau sér algerlega um stund og hurfu inní heim Hans og Grétu. Áhuginn leyndi sér ekki þegar farið var á milli staða því sum hver hlupu á eftir mömmu og pabba Hans og Grétu til að hjálpa til við leitina að þeim. Ekki var síður spennandi að elta Hans og Grétu inní hús nornarinnar. Í lokin er börnunum boðið að koma uppá svið og dansa með Hans og Grétu og öllum hinum í sýningunni. Sum vildu ólm frá að prófa nornapottinn og var það að sjálfsögðu auðsótt mál.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Afrekssvið
Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
Lísa Z. Valdimarsdóttir, sem nýtekin er við sem forstöðumaður Bókasafns Kópavogs.
SemaErla
Karen-Elisabet-Halldorsdottir
samkomulag
Saga Kópavogs
Screen Shot 2016-05-30 at 13.54.36
Sigkop