Barnaóperan Hans og Gréta í Salnum

Rennsli-13-3-IMG_8548Óp-hópurinn frumsýndi nýlega barnaóperuna Hans og Grétu eftir Humperdinck í Salnum.  Með uppsetningunni vill hópurinn kynna heim óperunnar fyrir börnum á skemmtilegan og ævintýralegan hátt.  Allir þekkja söguna um Hans og Grétu en tónlist Humperdincks og texti systur hans, Adelheid Wette, setja hana í ógleymanlega skondinn búning en um leið vekur hún fólk sterkt til umhugsunar um lífið og tilveruna. Í tónlistinni leynast stef sem eru íslendingum góðkunn eins og „Það búa litlir dvergar í björtum dal…“ og þegar að þeim hluta óperunnar kemur er gestum að sjálfsögðu boðið að taka þátt og syngja með.
Sýningin er um það bil klukkustundarlöng en hún hefur verið stytt í þeim tilgangi að gera hana aðgengilegri fyrir börn á öllum aldri. Ekkert eiginlegt hlé er á sýningunni en hún verður engu að síður brotin upp þar sem annar þáttur verður sýndur í anddyri Salarins og er því foreldrum, öfum og ömmum bent á að gott getur verið að kippa með sér púðum til að sitja á í öðrum þætti.
Hópurinn fékk íslenska þýðingu eftir Þorstein Gylfason sem er mjög skemmtileg.  Í uppsetningarferlinu íslenskaðist fleira en texti óperunnar því fjölskyldan rekur lopaverkstæði og nornin er ekki með bakaraofn eins og í upphaflegu sögunni heldur risastóran pott sem hún notar til að sjóða kjötsúpu. Hvers konar kjötsúpu geta áheyrendur getið sér til um.
IMG_8556

Leikstjóri er Maja Jantar, Íslandsvinur með meiru.  Hún er hollensk og gift íslendingi og því með sterk tengsl við land og þjóð. Hún hefur sérhæft sig í uppsetningu barnaópera og nær að nýta það litla svið sem er til umráða til hins ýtrasta. Hún segir foreldra vera helsta hindrun barnanna þegar kemur að því að sjá óperu. Börnin sjálf eru móttækileg og gleyma sér en foreldrarnir hafa áhyggjur af því að þetta sé of erfitt listform fyrir þau.Á frumsýningunni um siðustu helgi var fjöldi barna og gleymdu þau sér algerlega um stund og hurfu inní heim Hans og Grétu. Áhuginn leyndi sér ekki þegar farið var á milli staða því sum hver hlupu á eftir mömmu og pabba Hans og Grétu til að hjálpa til við leitina að þeim. Ekki var síður spennandi að elta Hans og Grétu inní hús nornarinnar. Í lokin er börnunum boðið að koma uppá svið og dansa með Hans og Grétu og öllum hinum í sýningunni. Sum vildu ólm frá að prófa nornapottinn og var það að sjálfsögðu auðsótt mál.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar