• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Mannlíf

Barnaóperan Hans og Gréta í Salnum

Barnaóperan Hans og Gréta í Salnum
ritstjorn
26/03/2014
Rennsli-13-3-IMG_8548Óp-hópurinn frumsýndi nýlega barnaóperuna Hans og Grétu eftir Humperdinck í Salnum.  Með uppsetningunni vill hópurinn kynna heim óperunnar fyrir börnum á skemmtilegan og ævintýralegan hátt.  Allir þekkja söguna um Hans og Grétu en tónlist Humperdincks og texti systur hans, Adelheid Wette, setja hana í ógleymanlega skondinn búning en um leið vekur hún fólk sterkt til umhugsunar um lífið og tilveruna. Í tónlistinni leynast stef sem eru íslendingum góðkunn eins og „Það búa litlir dvergar í björtum dal…“ og þegar að þeim hluta óperunnar kemur er gestum að sjálfsögðu boðið að taka þátt og syngja með.
Sýningin er um það bil klukkustundarlöng en hún hefur verið stytt í þeim tilgangi að gera hana aðgengilegri fyrir börn á öllum aldri. Ekkert eiginlegt hlé er á sýningunni en hún verður engu að síður brotin upp þar sem annar þáttur verður sýndur í anddyri Salarins og er því foreldrum, öfum og ömmum bent á að gott getur verið að kippa með sér púðum til að sitja á í öðrum þætti.
Hópurinn fékk íslenska þýðingu eftir Þorstein Gylfason sem er mjög skemmtileg.  Í uppsetningarferlinu íslenskaðist fleira en texti óperunnar því fjölskyldan rekur lopaverkstæði og nornin er ekki með bakaraofn eins og í upphaflegu sögunni heldur risastóran pott sem hún notar til að sjóða kjötsúpu. Hvers konar kjötsúpu geta áheyrendur getið sér til um.
IMG_8556

Leikstjóri er Maja Jantar, Íslandsvinur með meiru.  Hún er hollensk og gift íslendingi og því með sterk tengsl við land og þjóð. Hún hefur sérhæft sig í uppsetningu barnaópera og nær að nýta það litla svið sem er til umráða til hins ýtrasta. Hún segir foreldra vera helsta hindrun barnanna þegar kemur að því að sjá óperu. Börnin sjálf eru móttækileg og gleyma sér en foreldrarnir hafa áhyggjur af því að þetta sé of erfitt listform fyrir þau.Á frumsýningunni um siðustu helgi var fjöldi barna og gleymdu þau sér algerlega um stund og hurfu inní heim Hans og Grétu. Áhuginn leyndi sér ekki þegar farið var á milli staða því sum hver hlupu á eftir mömmu og pabba Hans og Grétu til að hjálpa til við leitina að þeim. Ekki var síður spennandi að elta Hans og Grétu inní hús nornarinnar. Í lokin er börnunum boðið að koma uppá svið og dansa með Hans og Grétu og öllum hinum í sýningunni. Sum vildu ólm frá að prófa nornapottinn og var það að sjálfsögðu auðsótt mál.

Efnisorð
Mannlíf
26/03/2014
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Listasprengja í Kópavogi 2021

    Árið 2020 hefur svo sannarlega verið áskorun fyrir öll þau sem koma að skipulagi menningar- og listviðburða....

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók

    Í Smárahverfinu býr parið Ísak og Gréta María en þau eru að vinna að verkefni sem heitir...

    Auðun Georg Ólafsson 16/12/2020
  • Lesa meira
    Krossgátusmiðurinn á Kársnesi

    Sagt er og sannað að krossgátur eru holl hugarleikfimi sem örvar og þjálfar minni. Allir geta leyst...

    Auðun Georg Ólafsson 22/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
  • Lesa meira
    Sólstöðujóga á Bókasafni Kópavogs

    Laugardaginn 20. júní klukkan 13:00 verður sólstöðum fagnað með jóga fyrir alla fjölskylduna. Helga Einarsdóttir verkefnastjóri fræðslu...

    ritstjorn 19/06/2020
  • Lesa meira
    Þakkir frá Got Agulu strákunum

    Söfnun fyrir skóladrengi í þorpinu Got Agulu á Rey Cup, fótboltamót Þróttar í fyrra gekk það vel...

    ritstjorn 04/03/2020
  • Lesa meira
    Félag kvenna í Kópavogi með opinn fund

    Föstudaginn 21.febrúar kl. 21:15 eru allar konur velkomnar á opinn félagsfund hjá Félagi kvenna í Kópavogi (FKK)....

    ritstjorn 20/02/2020
  • Lesa meira
    Holdris, Blóðmör og Ælupestó í Molanum

    Á dögunum komu nokkar ungar og upprennandi hljómsveitir fram á tónleikum í Molanum Ungmennahúsi Kópavogs. Reglulega eru...

    ritstjorn 05/12/2019
  • Lesa meira
    Slakað og skapað í Gerðarsafni

    Slakað og skapað er vikulegur dagskrárliður sem slegið hefur í gegn á Gerðarsafni í nóvember. Hönnuðurinn og jógakennarinn...

    ritstjorn 29/11/2019
  • Lesa meira
    Hátíðarhöld í Kópavogi í tilefni 30 ára afmælis Barnasáttmála SÞ

    Haldið verður upp á 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með pompi og prakt í Kópavogi miðvikudaginn...

    ritstjorn 19/11/2019
  • Lesa meira
    50 ár hjá BYKO

    Það heyrir til tíðinda þegar fólk nær háum starfsaldri, sérstaklega þegar starfað hefur verið óslitið hjá sama...

    Auðun Georg Ólafsson 29/08/2019
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.