Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna innleiddur í Kópavogi

Á myndinni eru frá vinstri Ármann Kr. Ólafsson, Theodóra S. Þorsteinsdóttir, Hreiðar Oddsson, Hjördís Ýr Johnson, Karen Elísabet Halldórsdóttir,
Margrét Júlía Rafnsdóttir, Pétur Hrafn Sigurðsson, Birkir Jón Jónsson, Ása Richardsdóttir og Guðmundur Gísli Geirdal.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í dag tillögu um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Kópavogi. Allir ellefu bæjarfulltrúar voru flutningsmenn tillögunnar sem samþykkt var einum rómi. Innleiðingin verður unnin í samstarfi við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Unicef. Ekkert sveitarfélag á Íslandi hefur innleitt sáttmálann þó að þau vinni með margvíslegum hætti í anda hans við að tryggja réttindi barna. Kópavogsbær verður annað sveitarfélagið á Íslandi sem vinna mun með Unicef á Íslandi að innleiðingu sáttmálans en Unicef er í samstarfi við Akureyrarbæ að innleiðingu barnasáttmálans.

Fundur bæjarstjórnar Kópavogs var 79.fundur núverandi bæjarstjórnar og sá síðasti á kjörtímabilinu.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér