• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • 2021
  • Dreifingastaðir
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Dreifingastaðir
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Bergur Þorri sækist eftir 2. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum

Bergur Þorri sækist eftir 2. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum
ritstjorn
12/02/2022
Bergur Þorri Benjamínsson.

Bergur Þorri Benjamínsson sækist eftir stuðningi í 2. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fer fram 12. mars nk. Yfirlýsing Bergs er svohljóðandi:

„Ég hef margþætta reynslu úr að baki í mínum störfum. Má þar nefna ábyrgðarstöður í stjórnun félagasamtaka s.s. ÖBí og Sjálfsbjörg. Ég hef starfað hjá sveitarfélögum, s.s Akureyrarbæ, og starfað í Fjörskylduráði í Hafnarfjarðarbæ. Ég hef einnig reynslu úr einkageiranum í störfum í byggingariðnaði, hjá Tryggingarfélagi .o.fl. Óhætt er þó að segja að réttindabarátta hefur átt hug minn og hjarta síðan ég slasaðist við byggingarvinnu árið 1999.

Kópavogur hefur verið vel rekið sveitarfélag og þar er gott að búa. Mikilvægt er að halda áfram vel á  taumunum og tryggja hagkvæman rekstur. Ég tel að hægt sé að gera ýmislegt til að einfalda og bæta lífið fyrir bæjarbúa. Mikilvægt að huga vel á þjónustu, huga vel að umhverfi okkar, og styrkja undirstöður atvinnulífsins. Ég mun einnig beita mér fyrir bættum og öruggari samgöngum, auknum stuðningi við skólakerfið og kennara, og síðast en ekki síst brenn ég fyrir málefni öryrkja og aldraðra.

Ég er 43 ára Kópavogsbúi, fæddur á Akureyri og uppalinn í á bóndabæ í Eyjafirði. Foreldrar mínir eru Benjamín Baldursson, bóndi og Hulda Magnea Jónsdóttir, handmenntakennari. En móðir mín er einmitt uppalin í Kópavoginum, dóttir hjónanna Helgu Helgadóttur og Jóns (í Bankanum) Sigurðssonar.

Konan mín er Helga Magnúsdóttir, Mennta- og Menningarsérfræðingur hjá Sendiráði Bandaríkjanna og er í stjórn Félags Kvenna í Kópavogi. Við eigum samtals fjögur börn úr fyrri samböndum, Tvíburana Birnu Dísellu og Benjamín Þorra, og tvíburana Sigríði Stellu og Guðna Natan.

Ég hef alla tíð verið félagslyndur maður. Ég var virkur í Sambandi Ungra Sjálfstæðismanna (SUS), hef tekið þátt í ýmsum störfum innan flokksins, verið formaður Velferðarnefndar og margt fleira.

Móðir mín, Hulda Magnea, ólst upp í Kópavogi, en amma mín, og afi bjuggu lengi vel á Kópavogsbrautinni, og þar áður á Nýbýlavegi, skammt þaðan sem ég bý nú.

Ég á margar góðar minningar frá barnæsku af stundum með ömmu minni og afa í Kópavoginum, s.s. sundferðir í Sundlaug Kópavogs, rölti í hverfisbúðirnar sem þá voru á hverju strái, og í vídeóleigurnar, sem hafa skiljanlega liðið sitt skeið. Við fórum í ferðir á Kópavogshæðina þar sem Kópavogskirkja stendur, jafnvel með smá nesti meðferðis og alltaf var svo gott að koma í Kópavoginn. Þar var fjölskylda, hlýja og væntumþyggja.

Mér hefur alltaf þótt vænt um Kópavoginn og lengi langað til að flytja þangað. Þegar við eiginkona mín vorum upphaflega að byrja okkar búskap leitaði ég lengi að íbúð í Kópavogi, en þar sem ég nota hjólastól voru okkur stífar skorður settar með hvernig húsnæði gæti hentað. Á þeim tíma var erfitt að finna húsnæði sem hentaði bæði aðgengisþörfum og fjölskyldustærð, en við eigum samanlagt fjögur börn – tvenna tvíbura.

Þó við hefðum byrjað okkar búskap utan Kópavogs, var ég stöðugt að líta til Kópavogs, og vorum við meira að segja eitt sinn búin að festa kaup á íbúð, sem síðar kom í ljós að gekk ekki vegna vandkvæða með aðgengi. Við vorum því himinlifandi þegar við fundum loksins núverandi heimili. Ég segi bara eins og segir í frægum texta eftir afa minn Jón í Bankanum: Ég er kominn heim.“

EfnisorðBergur Þorri BenjamínssonefstKosningar 2022sjálfstæðisflokkurinn
Aðsent
12/02/2022
ritstjorn

EfnisorðBergur Þorri BenjamínssonefstKosningar 2022sjálfstæðisflokkurinn

Meira

  • Lesa meira
    Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár

    Leikfélag Kópavogs var stofnað árið 1957 og er því elsta menningarfélag í Kópavogi. Árið 2007 flutti leikfélagið...

    ritstjorn 12/05/2022
  • Lesa meira
    Forræðishyggja í 100 skrefum

    Allir flokkar sem bjóða fram þann 14. maí vilja gera vel fyrir samfélagið. Það bera auglýsingar þeirra...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Látum skynsemina ráða

    Kannanir hafa sýnt að stór hluti kjósenda gerir upp hug sinn síðustu daga fyrir kosningar. Nú þegar...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka

    Í auglýsingu vegna sölu eignanna í Fannborg frá því í ágúst 2017 segir:  „Kópavogsbær auglýsir eftir áhuga...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Áfram Kópavogur

    Kópavogur er eftirsóknarverður bær að búa í og þannig á það að vera áfram. Eitt af því...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Veljum Kópavog fyrir okkur öll

    Kosningarnar 14. maí snúast um hvernig samfélagi við viljum búa í. Hvort við veljum samfélag jöfnuðar og...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Þess vegna bjóðum við okkur fram

    Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Ég á mér draum

    Mig dreymir um að geta gengið útí búð á Kársnesinu. Hitt fólk á leiðinni, ekki bara sjá...

    ritstjorn 11/05/2022
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Sigvaldi Egill sækist eftir 2.-.3- sæti í prókjöri Sjálfstæðisflokksins
    Aðsent10/03/2022
  • Gerum gott samfélag enn betra
    Aðsent10/03/2022
  • Kæri bæjarbúi
    Aðsent10/03/2022
  • Útibú Landsbankans í Hamraborg 30 ára
    Fréttir10/03/2022
  • CrossFit XY flytur starfsemi sína í Kópavog
    Fyrirtæki23/06/2022
  • Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Nýr meirihluti í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri
    Fréttir27/05/2022
Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson Umbrot: Guðmundur Árnason Kópavogsblaðið slf, kt: 6205131800 Sími: 8993024 kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • CrossFit XY flytur starfsemi sína í Kópavog
    Fyrirtæki23/06/2022
  • Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Nýr meirihluti í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri
    Fréttir27/05/2022

Facebook

© 2022 Kópavogsblaðið slf.