Bergur Þorri sækist eftir 2. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum

Bergur Þorri Benjamínsson.

Bergur Þorri Benjamínsson sækist eftir stuðningi í 2. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fer fram 12. mars nk. Yfirlýsing Bergs er svohljóðandi:

„Ég hef margþætta reynslu úr að baki í mínum störfum. Má þar nefna ábyrgðarstöður í stjórnun félagasamtaka s.s. ÖBí og Sjálfsbjörg. Ég hef starfað hjá sveitarfélögum, s.s Akureyrarbæ, og starfað í Fjörskylduráði í Hafnarfjarðarbæ. Ég hef einnig reynslu úr einkageiranum í störfum í byggingariðnaði, hjá Tryggingarfélagi .o.fl. Óhætt er þó að segja að réttindabarátta hefur átt hug minn og hjarta síðan ég slasaðist við byggingarvinnu árið 1999.

Kópavogur hefur verið vel rekið sveitarfélag og þar er gott að búa. Mikilvægt er að halda áfram vel á  taumunum og tryggja hagkvæman rekstur. Ég tel að hægt sé að gera ýmislegt til að einfalda og bæta lífið fyrir bæjarbúa. Mikilvægt að huga vel á þjónustu, huga vel að umhverfi okkar, og styrkja undirstöður atvinnulífsins. Ég mun einnig beita mér fyrir bættum og öruggari samgöngum, auknum stuðningi við skólakerfið og kennara, og síðast en ekki síst brenn ég fyrir málefni öryrkja og aldraðra.

Ég er 43 ára Kópavogsbúi, fæddur á Akureyri og uppalinn í á bóndabæ í Eyjafirði. Foreldrar mínir eru Benjamín Baldursson, bóndi og Hulda Magnea Jónsdóttir, handmenntakennari. En móðir mín er einmitt uppalin í Kópavoginum, dóttir hjónanna Helgu Helgadóttur og Jóns (í Bankanum) Sigurðssonar.

Konan mín er Helga Magnúsdóttir, Mennta- og Menningarsérfræðingur hjá Sendiráði Bandaríkjanna og er í stjórn Félags Kvenna í Kópavogi. Við eigum samtals fjögur börn úr fyrri samböndum, Tvíburana Birnu Dísellu og Benjamín Þorra, og tvíburana Sigríði Stellu og Guðna Natan.

Ég hef alla tíð verið félagslyndur maður. Ég var virkur í Sambandi Ungra Sjálfstæðismanna (SUS), hef tekið þátt í ýmsum störfum innan flokksins, verið formaður Velferðarnefndar og margt fleira.

Móðir mín, Hulda Magnea, ólst upp í Kópavogi, en amma mín, og afi bjuggu lengi vel á Kópavogsbrautinni, og þar áður á Nýbýlavegi, skammt þaðan sem ég bý nú.

Ég á margar góðar minningar frá barnæsku af stundum með ömmu minni og afa í Kópavoginum, s.s. sundferðir í Sundlaug Kópavogs, rölti í hverfisbúðirnar sem þá voru á hverju strái, og í vídeóleigurnar, sem hafa skiljanlega liðið sitt skeið. Við fórum í ferðir á Kópavogshæðina þar sem Kópavogskirkja stendur, jafnvel með smá nesti meðferðis og alltaf var svo gott að koma í Kópavoginn. Þar var fjölskylda, hlýja og væntumþyggja.

Mér hefur alltaf þótt vænt um Kópavoginn og lengi langað til að flytja þangað. Þegar við eiginkona mín vorum upphaflega að byrja okkar búskap leitaði ég lengi að íbúð í Kópavogi, en þar sem ég nota hjólastól voru okkur stífar skorður settar með hvernig húsnæði gæti hentað. Á þeim tíma var erfitt að finna húsnæði sem hentaði bæði aðgengisþörfum og fjölskyldustærð, en við eigum samanlagt fjögur börn – tvenna tvíbura.

Þó við hefðum byrjað okkar búskap utan Kópavogs, var ég stöðugt að líta til Kópavogs, og vorum við meira að segja eitt sinn búin að festa kaup á íbúð, sem síðar kom í ljós að gekk ekki vegna vandkvæða með aðgengi. Við vorum því himinlifandi þegar við fundum loksins núverandi heimili. Ég segi bara eins og segir í frægum texta eftir afa minn Jón í Bankanum: Ég er kominn heim.“

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,