Best geymda leyndarmál bæjarins?

Bókasafn Kópavogs.  -mynd:bokasafnkopavogs.is
Bókasafn Kópavogs.
-mynd:bokasafnkopavogs.is

Samdóma álit viðmælenda Kópavogsfrétta í Bókasafni Kópavogs á dögunum er að sólpallurinn við safnið er eitt best geymda leyndarmál bæjarins. Í sólinni er fátt betra en að lesa nýjasta slúðrið, dagblöð eða taka með sér bók út á pallinn. Bækur, diskar og dvd myndir eru í miklu úrvali og starfsfólkið leggur mikið á sig að finna það sem hentar hverjum og einum í sumarlesningunni.

Sólpallurinn hjá Bókasafni Kópavogs. Best geymda leyndarál bæjarins?
Sólpallurinn hjá Bókasafni Kópavogs. Best geymda leyndarál bæjarins?

Sumarlestur krakkanna er komið í fullan gang hjá safninu. Nú þegar hafa skráð sig 156 börn og sífellt bætist við. Úr barnadeild fara heilu staflarnir af bókum þegar fólk er að búa sig af stað í sumarleyfisferðir og þá hækkar stöðugt í Lukkupottinum þar sem Happamiðarnir lenda. Það er því tilvalið að koma við í Bókasafni Kópavogs með börnin áður en farið er af stað í frí og ef til vill um leið hafa þessar ljóðlínur Sidney Greenberg í huga:
„Lífið er ferðalag,
ekki áfangastaður;
og hamingjan er
ekki þar heldur hér;
ekki á morgun,
heldur í dag.“

Börnin lesa í Bókasafni Kópavogs.
Börnin lesa í Bókasafni Kópavogs.

Opnunartímar:
Opið er í Bókasafni Kópavogs til 19 á virkum dögum, nema á föstudögum en þá er opið til klukkan 17. Á laugardögum er opið frá 13 -17. Lindasafn hefur opið í sumar frá 12 -18 á virkum dögum, nema á föstudögum en þá er opið frá 12-16.

bokasafnkopavogs.is

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

PicsArt_18_6_2014 22_49_30
Kvennakór Kópavogs
Ása Berglind Böðvarsdóttir Menntaskólinn í Kópavogi
Bæjarstjórn2014
Gunnarsholmi_svaedid_1
Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir
WP_20140717_20_49_15_Pro
kopabaer
sidasti_2_1-1