Best geymda leyndarmál bæjarins?

Bókasafn Kópavogs.  -mynd:bokasafnkopavogs.is
Bókasafn Kópavogs.
-mynd:bokasafnkopavogs.is

Samdóma álit viðmælenda Kópavogsfrétta í Bókasafni Kópavogs á dögunum er að sólpallurinn við safnið er eitt best geymda leyndarmál bæjarins. Í sólinni er fátt betra en að lesa nýjasta slúðrið, dagblöð eða taka með sér bók út á pallinn. Bækur, diskar og dvd myndir eru í miklu úrvali og starfsfólkið leggur mikið á sig að finna það sem hentar hverjum og einum í sumarlesningunni.

Sólpallurinn hjá Bókasafni Kópavogs. Best geymda leyndarál bæjarins?
Sólpallurinn hjá Bókasafni Kópavogs. Best geymda leyndarál bæjarins?

Sumarlestur krakkanna er komið í fullan gang hjá safninu. Nú þegar hafa skráð sig 156 börn og sífellt bætist við. Úr barnadeild fara heilu staflarnir af bókum þegar fólk er að búa sig af stað í sumarleyfisferðir og þá hækkar stöðugt í Lukkupottinum þar sem Happamiðarnir lenda. Það er því tilvalið að koma við í Bókasafni Kópavogs með börnin áður en farið er af stað í frí og ef til vill um leið hafa þessar ljóðlínur Sidney Greenberg í huga:
„Lífið er ferðalag,
ekki áfangastaður;
og hamingjan er
ekki þar heldur hér;
ekki á morgun,
heldur í dag.“

Börnin lesa í Bókasafni Kópavogs.
Börnin lesa í Bókasafni Kópavogs.

Opnunartímar:
Opið er í Bókasafni Kópavogs til 19 á virkum dögum, nema á föstudögum en þá er opið til klukkan 17. Á laugardögum er opið frá 13 -17. Lindasafn hefur opið í sumar frá 12 -18 á virkum dögum, nema á föstudögum en þá er opið frá 12-16.

bokasafnkopavogs.is

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að