Best geymda leyndarmál bæjarins?

Bókasafn Kópavogs.  -mynd:bokasafnkopavogs.is
Bókasafn Kópavogs.
-mynd:bokasafnkopavogs.is

Samdóma álit viðmælenda Kópavogsfrétta í Bókasafni Kópavogs á dögunum er að sólpallurinn við safnið er eitt best geymda leyndarmál bæjarins. Í sólinni er fátt betra en að lesa nýjasta slúðrið, dagblöð eða taka með sér bók út á pallinn. Bækur, diskar og dvd myndir eru í miklu úrvali og starfsfólkið leggur mikið á sig að finna það sem hentar hverjum og einum í sumarlesningunni.

Sólpallurinn hjá Bókasafni Kópavogs. Best geymda leyndarál bæjarins?
Sólpallurinn hjá Bókasafni Kópavogs. Best geymda leyndarál bæjarins?

Sumarlestur krakkanna er komið í fullan gang hjá safninu. Nú þegar hafa skráð sig 156 börn og sífellt bætist við. Úr barnadeild fara heilu staflarnir af bókum þegar fólk er að búa sig af stað í sumarleyfisferðir og þá hækkar stöðugt í Lukkupottinum þar sem Happamiðarnir lenda. Það er því tilvalið að koma við í Bókasafni Kópavogs með börnin áður en farið er af stað í frí og ef til vill um leið hafa þessar ljóðlínur Sidney Greenberg í huga:
„Lífið er ferðalag,
ekki áfangastaður;
og hamingjan er
ekki þar heldur hér;
ekki á morgun,
heldur í dag.“

Börnin lesa í Bókasafni Kópavogs.
Börnin lesa í Bókasafni Kópavogs.

Opnunartímar:
Opið er í Bókasafni Kópavogs til 19 á virkum dögum, nema á föstudögum en þá er opið til klukkan 17. Á laugardögum er opið frá 13 -17. Lindasafn hefur opið í sumar frá 12 -18 á virkum dögum, nema á föstudögum en þá er opið frá 12-16.

bokasafnkopavogs.is

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn