Við litum inn á æfingu hjá Skólahljómsveit Kópavogs, sem bæjarstjórinn nefnir réttilega: „Besta band landsins.“ Þau taka hér lagið Róninn eftir Magnús Eiríksson, í útsetningu Össurar Geirssonar, stjórnanda.
Á laugardaginn klukkan 5 verður Skólahljómsveitin með ókeypis tónleika í Salnum en stjórnandi hennar, Össur Geirsson, á einmitt 25 ára starfsafmæli sem kennari og 20 ára afmæli sem stjórnandi Skólahljómsveitar Kópavogs um þessar mundir.