Betri heilsa fyrir alla

Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Það er sameiginlegt markmið samfélagsins að efla eldri borgara eins og unnt er að halda góðri heilsu og búa heima eins lengi og hægt er.  Tímabil hinna gullnu ára verður sífellt lengra og hópurinn sem því nær stækkar með hverju árinu. Í dag telur þessi hópur rúmlega 42 þúsund einstaklinga og ef miðað er við mannfjöldaspá til ársins 2033 mun þessi hópur verða tæplega 69 þúsund. Beinn efnahagslegur kostnaður af dvöl eldri borgara á stofnunum í dag er 50.6 milljarðar  á ári og mun aukast um 61% á næstu 15 árum.

Við eigum öll að leggjast á árarnar til þess að fjölga hjúkrunarrýmum og stytta biðlista eftir dagþjónustu en það er fleira sem sveitafélag eins og Kópavogur getur gert til þess að bæta líðan og heilsu eldri borgara og um leið dregið úr efnahagslegum kostnaði samfélagsins við dvalarrými. Það er áleitin spurning að í stað þess að bregðast í sífellu við einkennum og sjúkdómum sem  mætti draga úr eða jafnvel koma alfarið í veg fyrir, ættum við að stórauka og efla verkefni sem viðhalda heilbrigði langt fram eftir aldri.

Til lengri tíma eru fyrirbyggjandi inngrip í lýðheilsu mjög árangursrík  Það að lifa betra og heilsusamlegra lífi er eftirsóknarvert  fyrir einstaklinginn  og dregur úr þrýstingi á  almenn útgjöld til heilbrigðismála.

Við eigum því að skoða leiðir til aukinnar lýðheilsu fyrir alla. Íþróttastyrkir til eldri borgara er ein leið til þess um leið og skoðuð yrðu fjölþætt heilsueflandi verkefni líkt og önnur bæjarfélög t.d. Hafnarfjörður og Reykjanesbær hafa gert með eftirtektarverðum árangri. Árangur af slíkum verkefnum er ekki eingöngu mældur í þörfinni á minni aðstoð heima fyrir heldur einnig í öflugri einstaklingum sem halda sér virkum og hraustum mun lengur en ef ekki væri um slík skipulögð inngrip í heilsufar þeirra að ræða.

Verum snjöll í málefnum eldri borgara!

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á