Betri heilsa fyrir alla

Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Það er sameiginlegt markmið samfélagsins að efla eldri borgara eins og unnt er að halda góðri heilsu og búa heima eins lengi og hægt er.  Tímabil hinna gullnu ára verður sífellt lengra og hópurinn sem því nær stækkar með hverju árinu. Í dag telur þessi hópur rúmlega 42 þúsund einstaklinga og ef miðað er við mannfjöldaspá til ársins 2033 mun þessi hópur verða tæplega 69 þúsund. Beinn efnahagslegur kostnaður af dvöl eldri borgara á stofnunum í dag er 50.6 milljarðar  á ári og mun aukast um 61% á næstu 15 árum.

Við eigum öll að leggjast á árarnar til þess að fjölga hjúkrunarrýmum og stytta biðlista eftir dagþjónustu en það er fleira sem sveitafélag eins og Kópavogur getur gert til þess að bæta líðan og heilsu eldri borgara og um leið dregið úr efnahagslegum kostnaði samfélagsins við dvalarrými. Það er áleitin spurning að í stað þess að bregðast í sífellu við einkennum og sjúkdómum sem  mætti draga úr eða jafnvel koma alfarið í veg fyrir, ættum við að stórauka og efla verkefni sem viðhalda heilbrigði langt fram eftir aldri.

Til lengri tíma eru fyrirbyggjandi inngrip í lýðheilsu mjög árangursrík  Það að lifa betra og heilsusamlegra lífi er eftirsóknarvert  fyrir einstaklinginn  og dregur úr þrýstingi á  almenn útgjöld til heilbrigðismála.

Við eigum því að skoða leiðir til aukinnar lýðheilsu fyrir alla. Íþróttastyrkir til eldri borgara er ein leið til þess um leið og skoðuð yrðu fjölþætt heilsueflandi verkefni líkt og önnur bæjarfélög t.d. Hafnarfjörður og Reykjanesbær hafa gert með eftirtektarverðum árangri. Árangur af slíkum verkefnum er ekki eingöngu mældur í þörfinni á minni aðstoð heima fyrir heldur einnig í öflugri einstaklingum sem halda sér virkum og hraustum mun lengur en ef ekki væri um slík skipulögð inngrip í heilsufar þeirra að ræða.

Verum snjöll í málefnum eldri borgara!

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

File0809
Jafnréttisvidurkenning2018_1
WP_20141010_10_58_21_Pro__highres
thorgerdur-katrin-gunnarsdottir
leikskoo10
Kristín Harðardóttir, líffræðingur og jógakennari.
Bókasafn Kópavogs
Frambjóðendur Sósíalistaflokksins í Kópavogi
Kopavogsbaerinn