Betri í dag en í gær

Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
Ásdís Kristjánsdóttir gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir

Helsta áskorun fyrirtækja felst ekki í því að komast í gegnum krísur eða annað sem verður á vegi þeirra. Stærsta áskorunin felst einmitt í því að sofna ekki á verðinum eða verða værukær þegar vel gengur. Þá er tíminn til að huga að framtíðinni, fjárfesta í tæknilausnum, betri þjónustu og þannig mætti áfram telja.

Þó rekstur sveitarfélaga og fyrirtækja sé um margt ólíkur, þá gilda sömu grundvallarreglur hvað þetta varðar. Það er til dæmis töluverður munur á því að bjóða fram krafta sína til að sinna kjörnu embætti í Reykjavík eða Kópavogi. Á meðan rekstur Reykjavíkurborgar er í járnum og við blasir krísustjórnun, þá er Kópavogur í fremstu röð sveitarfélaga á Íslandi. Bærinn er vel rekinn, vel skipulagður, með framsækna þjónustu og hér sjá bæði fólk og fyrirtæki framtíð sína.

Ég hef að verið spurð að því af hverju ég hafi tekið ákvörðun að gefa kost á mér til að stýra sveitarfélagi sem virðist ganga allt í haginn og 88% íbúa eru ánægðir, þegar önnur tækifæri kunna að leynast á hinum almenna vinnumarkaði. Svarið við því er einfalt, Kópavogur er frábært sveitarfélag en getur orðið enn betra. Til að svo megi verða verðum við þó að vera vakandi yfir framtíðinni, nýjum lausnum, nýrri þróun og öðrum tækifærum.

Það er hlutverk sveitarfélaga að þjónusta almenning, en ekki öfugt. Nýjar og stafrænar tæknilausnir, fjárhagslegur stöðugleiki og framsækin hugsun í skipulagsmálum eru allt þættir sem ráða því hvernig þjónustu bærinn veitir til framtíðar. Með því að hafa þessa hluti í lagi – og betri í dag en þeir voru í gær – sköpum við líka forsendur fyrir því að byggja upp samfélag þar sem okkur líður vel að búa, þar sem við viljum að börnin okkar fari í skóla og þar sem við viljum verja bestu árunum. Til þess þurfum við að undirbúa framtíðina vel. Því framtíðin er í Kópavogi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar