Verslunareigendur í Hamraborg ræða það nú sín á milli hvort rétt væri að leggja til við bæjaryfirvöld að innleiða bifreiðastæðaklukkur í bílum sem lagt er við Hamraborg. Slíkt fyrirkomulag er sagt hafa gefið góða raun á Akureyri. Það vantar ekki bílastæðin við Hamraborg en vandamálið er að bílum er oft lagt í stæði yfir heilan dag sem ætluð eru fyrir verslun og þjónustu.