Alls eru 12 lið og 188 keppendur skráðir til þátttöku í Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri sem fram er sunnudaginn 25. ágúst á Kópavogsvelli. Lið koma frá öllum landshlutum. Sex lið eru af höfuðborgarsvæðinu og önnur sex utan þess. Vesturland keppir undir nafni Sam Vest og mætir til leiks í fyrsta sinn.
Búast má við spennandi keppni enda mikil gróska í yngri aldursflokkunum í frjálsíþróttum eins og skráningar bera með sér.
Sigurvegarar síðasta árs, Breiðablik, hyggjast örugglega ætla að halda titlinum, enda á heimavelli að þessu sinni en á síðasta ári unnu Blikar bæði stúlkna- og piltaflokk og urðu samanlagðir sigurvegarar.
Keppni hefst kl. 13 og er áætlað að henni ljúki um kl. 16:30.
Það er frjálsíþróttadeild Breiðabliks sem heldur mótið að þessu sinni en þetta er fjórða mótið af fimm sem deildin sér um.
Síðasta mótið er fjölþrautamót 15 ára og yngri sem haldið verður 8. sept. nk.
Áfram Breiðablik!