Bikarkeppni 15 ára og yngri á Kópavogsvelli á sunnudag.

Alls eru 12 lið og 188 keppendur skráðir til þátttöku í Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri sem fram er sunnudaginn 25. ágúst á Kópavogsvelli. Lið koma frá öllum landshlutum. Sex lið eru af höfuðborgarsvæðinu og önnur sex utan þess. Vesturland keppir undir nafni Sam Vest og mætir til leiks í fyrsta sinn.

Búast má við spennandi keppni enda mikil gróska í yngri aldursflokkunum í frjálsíþróttum eins og skráningar bera með sér.

Sigurvegarar síðasta árs, Breiðablik, hyggjast örugglega ætla að halda titlinum, enda á heimavelli að þessu sinni en á síðasta ári unnu Blikar bæði stúlkna- og piltaflokk og urðu samanlagðir sigurvegarar.

Keppni hefst kl. 13 og er áætlað að henni ljúki um kl. 16:30.

Það er frjálsíþróttadeild Breiðabliks sem heldur mótið að þessu sinni en þetta er fjórða mótið af fimm sem deildin sér um.

Síðasta mótið er fjölþrautamót 15 ára og yngri sem haldið verður 8. sept. nk.

Áfram Breiðablik!

breidablik.is  2011 MI fjolþrautum 369

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð