Bílabíó RIFF – „Næntís“ klassík við Smáralindina  

logoRIFF kvikmyndahátíð mun í samstarfi við Smáralind þann 26. september næstkomandi bjóða upp á bílabíó á bílaplaninu við 1. hæð Smáralindar.

Hátíðin verður með metnaðarfulla dagskrá í Kópavogi dagana 25. september til 5. október og verður bílabíóið einn stærsti viðburðurinn.

Bílabíóin áttu blómatíma sinn í lok 6. áratugarins og í upphafi þess 7. Ungt barnafólk flykktist á sýningar enda hægt að huga krökkunum á sama tíma og þá voru þau einstaklega vinsæl meðal ungu kynslóðarinnar, í stefnumótamenningu þess tíma.

Þetta verður í þriðja skipti sem RIFF stendur fyrir bílabíói og hafa ávallt fleiri komist að en vilja. Að þessu sinni verður sýnd gamanmyndin Dumb and Dumber, klassík Farrely-bræðrana frá 1994. Þessi bráðfyndna vegamynd var ein af þeim fyrstu á ferli Jim Carrey og átti þátt í að gera hann að stórstjörnu.

Nú þegar framhaldið er væntanlegt í nóvember er ekki seinna vænna að endurnýja kynnin við þá Harry og Lloyd. Smáralind mun af þessu tilefni koma fyrir sérstöku veitingatjaldi við bílastæðið þar sem gestir geta verslað veitingar.

Dumb and Dumber verður sýnd í bílabíói á RIFF.
Dumb and Dumber verður sýnd í bílabíói á RIFF.

Þá munu heppnir gestir geta unnið inn miða á framhaldssmyndina með þeim Jim Carrey og Jeff Daniels sem frumsýnd verður í nóvember. Hægt er festa kaup á miða á heimasíðu RIFF, riff.is, og er miðaverð 1000 krónur.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Þríhnúkagígur 1991, Séð af botni hvelfingarinnar, upp gosrásina
Rigning á Símamótinu
kfrettir_200x200
Jónína Sif Axelsdóttir, nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi
Karen Elísabet Halldórsdóttir.
163588_10151345112187592_60343583_n
Axel Ingi
mkmynd
Bæjarstjórn2014