Bílabíó RIFF – „Næntís“ klassík við Smáralindina  

logoRIFF kvikmyndahátíð mun í samstarfi við Smáralind þann 26. september næstkomandi bjóða upp á bílabíó á bílaplaninu við 1. hæð Smáralindar.

Hátíðin verður með metnaðarfulla dagskrá í Kópavogi dagana 25. september til 5. október og verður bílabíóið einn stærsti viðburðurinn.

Bílabíóin áttu blómatíma sinn í lok 6. áratugarins og í upphafi þess 7. Ungt barnafólk flykktist á sýningar enda hægt að huga krökkunum á sama tíma og þá voru þau einstaklega vinsæl meðal ungu kynslóðarinnar, í stefnumótamenningu þess tíma.

Þetta verður í þriðja skipti sem RIFF stendur fyrir bílabíói og hafa ávallt fleiri komist að en vilja. Að þessu sinni verður sýnd gamanmyndin Dumb and Dumber, klassík Farrely-bræðrana frá 1994. Þessi bráðfyndna vegamynd var ein af þeim fyrstu á ferli Jim Carrey og átti þátt í að gera hann að stórstjörnu.

Nú þegar framhaldið er væntanlegt í nóvember er ekki seinna vænna að endurnýja kynnin við þá Harry og Lloyd. Smáralind mun af þessu tilefni koma fyrir sérstöku veitingatjaldi við bílastæðið þar sem gestir geta verslað veitingar.

Dumb and Dumber verður sýnd í bílabíói á RIFF.
Dumb and Dumber verður sýnd í bílabíói á RIFF.

Þá munu heppnir gestir geta unnið inn miða á framhaldssmyndina með þeim Jim Carrey og Jeff Daniels sem frumsýnd verður í nóvember. Hægt er festa kaup á miða á heimasíðu RIFF, riff.is, og er miðaverð 1000 krónur.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar