Bílabíó RIFF – „Næntís“ klassík við Smáralindina  

logoRIFF kvikmyndahátíð mun í samstarfi við Smáralind þann 26. september næstkomandi bjóða upp á bílabíó á bílaplaninu við 1. hæð Smáralindar.

Hátíðin verður með metnaðarfulla dagskrá í Kópavogi dagana 25. september til 5. október og verður bílabíóið einn stærsti viðburðurinn.

Bílabíóin áttu blómatíma sinn í lok 6. áratugarins og í upphafi þess 7. Ungt barnafólk flykktist á sýningar enda hægt að huga krökkunum á sama tíma og þá voru þau einstaklega vinsæl meðal ungu kynslóðarinnar, í stefnumótamenningu þess tíma.

Þetta verður í þriðja skipti sem RIFF stendur fyrir bílabíói og hafa ávallt fleiri komist að en vilja. Að þessu sinni verður sýnd gamanmyndin Dumb and Dumber, klassík Farrely-bræðrana frá 1994. Þessi bráðfyndna vegamynd var ein af þeim fyrstu á ferli Jim Carrey og átti þátt í að gera hann að stórstjörnu.

Nú þegar framhaldið er væntanlegt í nóvember er ekki seinna vænna að endurnýja kynnin við þá Harry og Lloyd. Smáralind mun af þessu tilefni koma fyrir sérstöku veitingatjaldi við bílastæðið þar sem gestir geta verslað veitingar.

Dumb and Dumber verður sýnd í bílabíói á RIFF.
Dumb and Dumber verður sýnd í bílabíói á RIFF.

Þá munu heppnir gestir geta unnið inn miða á framhaldssmyndina með þeim Jim Carrey og Jeff Daniels sem frumsýnd verður í nóvember. Hægt er festa kaup á miða á heimasíðu RIFF, riff.is, og er miðaverð 1000 krónur.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér