Birgir Leifur og Fanndís íþróttakarl og -kona ársins 2017

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, Birgir Leifur Hafþórsson íþróttakarl ársins í Kópavogi, Nanna Leifsdóttir móðir Fanndísar Friðriksdóttur íþróttakonu ársins sem tók við verðlaunum fyrir hönd dóttur sinnar og Jón Finnbogason formaður íþróttaráðs Kópavogs.

Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG og Fanndís Friðriksdóttir knattspyrnukona úr Breiðabliki voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2017.

Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Íþróttamiðstöðinni Kórnum. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs afhenti þeim hvoru um sig 200 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá Kópavogsbæ.

Birgir Leifur og Fanndís voru valin úr hópi 42 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu íþróttaráðs eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum.

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur náði sínum besta árangri á ferlinum hingað til þegar hann sigraði á Cordon golf Open mótinu í Frakklandi síðast liðið sumar. Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu (Challenge Tour), sem er næst efsta deild atvinnumennskunnar í golfheiminum í dag. Með sigrinum tryggði Birgir Leifur sér þátttökurétt á 12 mótum á næstu tveimur leiktíðum Evrópumótaraðarinnar (European Tour). Hér heima leiddi Birgir Leifur sveit GKG til sigurs í Íslandsmóti golfklúbba, í fyrsta sinn síðan 2012 og í fimmta sinn alls. Enginn íslenskur kylfingur hefur náð jafngóðum árangri og Birgir Leifur, og því óhætt að segja að Birgir Leifur sé enn í framför eftir 20 ár í atvinnumennsku í golfi.

Fanndís Friðriksdóttir
Fanndís var lykilleikmaður í meistaraflokksliði Breiðabliks sem hafnaði í öðru sæti á Íslandsmótinu í knattspyrnu á liðnu ári.  Hún var einn besti leikmaður Íslands á Evrópumeistaramótinu í Hollandi síðast liðið sumar.  Þar lék hún alla 3 leiki liðsins í byrjunarliði og skoraði eina mark Íslands á EM. Fanndís átti einnig framúrskarandi leik með landsliði Íslands sem vann Ólympíumeistara Þjóðverja í undankeppni HM í sumar, þetta var fyrsti ósigur Þjóðverja í undankeppni HM í 20 ár.  Í ágúst gekk Fanndís svo til liðs við Marseille, eitt af toppliðum frönsku úrvalsdeildarinnar. 

Viðurkenningar

Flokkur 17 ára og eldri:

Agnes Suto Tuuha áhaldafimleikar,  Birgir Leifur Hafþórsson golf, Birgitt Rós Becker kraftlyftingar, Elísabet Einarsdóttir blak,  Fanndís Friðriksdóttir, knattspyrna, Máni Matthíasson blak, Sindri Hrafn Guðmundsson frjálsar íþróttir, Svana Katla Þorsteinsdóttir karate, Valgarð Reinhardsson áhaldafimleikar, Ævar Örn Guðjónsson hestaíþróttir.

Flokkur 13 til 16 ára:

Arnar Hauksson körfuknattleikur, Birna Kristín Kristjánsdóttir frjálsar íþróttir, Björk Bjarnadóttir körfuknattleikur, Bragi Geir Bjarnason dans, Brynjólfur Óli Karlsson sund, Eliot Robertet tennis, Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir knattspyrna, Gylfi Már Hrafnsson dans, Hildur Þóra Hákonardóttir knattspyrna, Hlynur Freyr Karlsson frjálsar íþróttir, Hulda Clara Gestsdóttir golf, Hulda María Sveinbjörnsdóttir hestaíþróttir, Jón Erik Sigurðsson skíði, Karl Friðleifur Gunnarsson knattspyrna, Kristín Helga Hákonardóttir sund, Kristófer Darri Sigurðsson hestaíþróttir, Magdalena Eyjólfsdóttir dans, María Tinna Hauksdóttir dans, Markús Ingi Matthíasson blak, Martin Bjarni Guðmundsson fimleikar, Matthildur Einarsdóttir blak, Matthías Schou Matthíasson hjólreiðar,  Móey María Sigþórsdóttir karate, Perla Karen Gunnarsdóttir skíði,  Sigurður Arnar Garðarsson golf, Sofia Sóley Jónasdóttir tennis, Sonja Margrét Ólafsdóttir áhaldafimleikar, Stephan Briem skák,  Styrmir Máni Arnarsson handknattleikur, Tinna Sól Björgvinsdóttir handknattleikur, Tómas Pálmar Tómasson karate,  Valgeir Valgeirsson knattspyrna.

Flokkur ársins 2017 var kjörinn meistaraflokkur GKG í golfi karla en liðið varð Íslandsmeistari klúbbliða á árinu.

Einnig var afhent Heiðursviðurkenning íþróttaráðs Kópavogs, en hana hlaut að þessu sinni  Kolfinna Bergþóra Bjarnardóttir, borðtenniskona úr HK.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Ólafur Þór Gunnarsson
Elísabet Sveinsdóttir.
umhverfi1
HK
article-2178914-143292d4000005dc-800_468x578
WP_20141024_10_48_43_Pro
1897935_711446095578971_6609896742284474007_n
vatnsendi
Hjálparsveit skáta í Kópavogi