Birkir Jón vill leiða lista Framsóknarflokksins í Kópavogi

 

Birkir Jón Jónsson.
Birkir Jón Jónsson.

Framundan eru bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi. Mig langar til að hafa áhrif á þróun mála í Kópavogi og hef því ákveðið að bjóða mig fram til að leiða lista Framsóknarflokksins í næstu sveitarstjórnarkosningum.

Ég ákvað sl. vor að hætta á Alþingi eftir 10 ára starf. Áður gengdi ég starfi aðstoðarmanns Páls Péturssonar, félagsmálaráðherra. Auk þess sat ég í bæjarstjórn Fjallabyggðar 2006 – 2010. Innan Framsóknarflokksins hef ég starfað lengi og var varaformaður flokksins 2009 – 2013. Ég er í sambúð með Svövu H. Friðgeirsdóttur og saman eigum við tvær dætur.

Eftir samtöl við fjölmarga Kópavogsbúa að undanförnu er ég sannfærður um að öflugur listi Framsóknarflokksins geti náð góðum árangri í kosningunum í vor. Mikilvægt er að taka stjórn bæjarins  föstum tökum og þar mun Framsóknarflokkurinn leika lykilhlutverk fái hann umboð til þess.

Kópavogi 19.01. 2014

Birkir Jón Jónsson

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn