Birkir Jón vill leiða lista Framsóknarflokksins í Kópavogi

 

Birkir Jón Jónsson.
Birkir Jón Jónsson.

Framundan eru bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi. Mig langar til að hafa áhrif á þróun mála í Kópavogi og hef því ákveðið að bjóða mig fram til að leiða lista Framsóknarflokksins í næstu sveitarstjórnarkosningum.

Ég ákvað sl. vor að hætta á Alþingi eftir 10 ára starf. Áður gengdi ég starfi aðstoðarmanns Páls Péturssonar, félagsmálaráðherra. Auk þess sat ég í bæjarstjórn Fjallabyggðar 2006 – 2010. Innan Framsóknarflokksins hef ég starfað lengi og var varaformaður flokksins 2009 – 2013. Ég er í sambúð með Svövu H. Friðgeirsdóttur og saman eigum við tvær dætur.

Eftir samtöl við fjölmarga Kópavogsbúa að undanförnu er ég sannfærður um að öflugur listi Framsóknarflokksins geti náð góðum árangri í kosningunum í vor. Mikilvægt er að taka stjórn bæjarins  föstum tökum og þar mun Framsóknarflokkurinn leika lykilhlutverk fái hann umboð til þess.

Kópavogi 19.01. 2014

Birkir Jón Jónsson

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem