Framundan eru bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi. Mig langar til að hafa áhrif á þróun mála í Kópavogi og hef því ákveðið að bjóða mig fram til að leiða lista Framsóknarflokksins í næstu sveitarstjórnarkosningum.
Ég ákvað sl. vor að hætta á Alþingi eftir 10 ára starf. Áður gengdi ég starfi aðstoðarmanns Páls Péturssonar, félagsmálaráðherra. Auk þess sat ég í bæjarstjórn Fjallabyggðar 2006 – 2010. Innan Framsóknarflokksins hef ég starfað lengi og var varaformaður flokksins 2009 – 2013. Ég er í sambúð með Svövu H. Friðgeirsdóttur og saman eigum við tvær dætur.
Eftir samtöl við fjölmarga Kópavogsbúa að undanförnu er ég sannfærður um að öflugur listi Framsóknarflokksins geti náð góðum árangri í kosningunum í vor. Mikilvægt er að taka stjórn bæjarins föstum tökum og þar mun Framsóknarflokkurinn leika lykilhlutverk fái hann umboð til þess.
Kópavogi 19.01. 2014
Birkir Jón Jónsson