Birkir Jón vill leiða lista Framsóknarflokksins í Kópavogi

 

Birkir Jón Jónsson.
Birkir Jón Jónsson.

Framundan eru bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi. Mig langar til að hafa áhrif á þróun mála í Kópavogi og hef því ákveðið að bjóða mig fram til að leiða lista Framsóknarflokksins í næstu sveitarstjórnarkosningum.

Ég ákvað sl. vor að hætta á Alþingi eftir 10 ára starf. Áður gengdi ég starfi aðstoðarmanns Páls Péturssonar, félagsmálaráðherra. Auk þess sat ég í bæjarstjórn Fjallabyggðar 2006 – 2010. Innan Framsóknarflokksins hef ég starfað lengi og var varaformaður flokksins 2009 – 2013. Ég er í sambúð með Svövu H. Friðgeirsdóttur og saman eigum við tvær dætur.

Eftir samtöl við fjölmarga Kópavogsbúa að undanförnu er ég sannfærður um að öflugur listi Framsóknarflokksins geti náð góðum árangri í kosningunum í vor. Mikilvægt er að taka stjórn bæjarins  föstum tökum og þar mun Framsóknarflokkurinn leika lykilhlutverk fái hann umboð til þess.

Kópavogi 19.01. 2014

Birkir Jón Jónsson

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér