• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Á döfinni

Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

Birkifræjum sáð í landi Kópavogs
ritstjorn
24/09/2020

Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16. september síðastliðinn, á degi íslenskrar náttúru.

Ung birkiplanta í Selfjalli í Kópavogi.

Fræjunum sem safnast á höfuðborgarsvæðinu verður sáð í örfoka land í Selfjalli í Lækjarbotnum sem er í landi Kópavogs en Selfjall blasir við á hægri hönd þegar Suðurlandsvegur er ekinn í austur frá höfuðborgarsvæðinu, og er fyrsta fjalla eftir að ekið hefur verið framhjá afleggjara í Heiðmörk. 

Almenningi verður boðið að taka þátt í sáningu birkifræjanna í tveimur viðburðum, næsta laugardag þann 26.september klukkan 11:00 og 3. október á sama tíma. Fánaborg mun blasa við vegfarendum sem ætla að taka þátt í sáningunni þannig að afleggjarinn á ekki að fram hjá þátttakendum.

Mynd 2: Frá gróðursetningu Landsbjargar í Selfjalli í júníbyrjun en þá voru gróðursettar svonefnd rótarskot sem hægt var að kaupa í stað flugelda í fjáröflun Landsbjargar um áramótin.

Skógræktarfélag Kópavogs og Kópavogsbær eru í samstarfi um viðburðinn og munu þátttakendur njóta leiðsagnar sem fræða um birki og sáningu á birkifræi í opið land. Mikilvægt er að vera klæddur eftir veðri og í góðum skóm.

Áhugasömum um söfnun birkifræanna er bent á að söfnunarkassar eru aðgengilegir víða á starfsstöðvum Skógræktarinnar, Landgræðslunnar, Terru og í verslunum Bónuss, þá eru söfnunartunnur komnar í verslanir Bónuss.

Átakið með landssöfnun birkitrjáa hefur það að markmiði að útbreiða á ný birkiskóglendi sem þakti að minnsta kosti fjórðung landsins við landnám. Á rýru landi er gjarnan kolefnislosun því þar er gamall jarðvegur sem enn er að rotna. Ef landið klæðist birkiskógi stöðvast þessi losun og bindin hefst í staðinn. Svona verkefni eru því líka loftlagsverkefni og hvetur fólk til að taka til hendinni í umhverfismálum.

Einfalt er að safna birkifræjum en þeim sem vilja taka þátt í söfnuninni er bent á að á heimasíðu verkefnisins, birkiskogur.is eru nánari upplýsingar um verkefnið og hvernig á að safna fræjunum.

Efnisorðbirkifræskógrækt
Á döfinni
24/09/2020
ritstjorn

Efnisorðbirkifræskógrækt

Meira

  • Lesa meira
    Lesið fyrir hunda

    Bókasafn Kópavogs ásamt Vigdísi, vinum gæludýra á Íslandi, hefur síðustu árin boðið börnum að lesa fyrir hunda...

    ritstjorn 25/08/2020
  • Lesa meira
    Félag kvenna í Kópavogi með opinn fund

    Föstudaginn 21.febrúar kl. 21:15 eru allar konur velkomnar á opinn félagsfund hjá Félagi kvenna í Kópavogi (FKK)....

    ritstjorn 20/02/2020
  • Lesa meira
    Hátíðarhöld í Kópavogi í tilefni 30 ára afmælis Barnasáttmála SÞ

    Haldið verður upp á 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með pompi og prakt í Kópavogi miðvikudaginn...

    ritstjorn 19/11/2019
  • Lesa meira
    Svissnesskir saxafónleikarar í Lindakirkju

    Saxófónhópurinn Lisa´s Panther frá Sviss heldur tónleika sunnudaginn 5. maí kl. 17.00 í safnaðarsal Lindakirkju. Hópinn skipa...

    ritstjorn 03/05/2019
  • Lesa meira
    Vortónleikar Karlakórs Kópavogs

    Vortónleikar Karlakórs Kópavogs verða haldnir í Salnum þann 9. maí kl. 20.00 og 11. maí kl. 14.00....

    ritstjorn 02/05/2019
  • Lesa meira
    Byggðin í Kópavogsdalnum: sandgryfjurnar, frystihús, lakkrís, ástir og örlög

    Vorfundar Sögufélags Kópavogs er beðið með mikilli eftirvæntingu enda alltaf um gríðarlega skemmtilegan viðburð að ræða. Takið...

    ritstjorn 30/04/2019
  • Lesa meira
    Lesið fyrir hunda

    Enn eru nokkur laus pláss á Lesið fyrir hunda laugardaginn 2. febrúar í Bókasafni Kópavogs. „Dóttir mín...

    ritstjorn 28/01/2019
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“
    Fréttir25/09/2020
  • Við erum öll barnavernd
    Aðsent24/09/2020
  • Vellíðan eldri Kópavogsbúa í fyrirrúmi
    Aðsent24/09/2020
  • Samstaða, lærdómur og þakklæti
    Aðsent18/12/2020
  • Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók
    Fréttir16/12/2020
  • Tækifærin eru í Kópavogi
    Aðsent08/12/2020
  • Tendrað á jólastjörnu
    Fréttir08/12/2020

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Samstaða, lærdómur og þakklæti
    Aðsent18/12/2020
  • Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók
    Fréttir16/12/2020
  • Tækifærin eru í Kópavogi
    Aðsent08/12/2020
  • Tendrað á jólastjörnu
    Fréttir08/12/2020

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.