Fundur Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Kópavogi sem fram fór í gær, mánudaginn 3. mars, staðfesti tillögu uppstillinganefndar að framboðslista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Birkir Jón Jónsson fyrrv. alþingismaður mun leiða framboðslistann.
Fimm efstu sæti framboðslistans skipa:
1. Birkir Jón Jónsson, fyrrv. alþingismaður, 34 ára.
2. Sigurjón Jónsson, markaðsfræðingur og framkvæmdastjóri, 30 ára.
3. Guðrún Jónína Guðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og lífstílsleiðbeinandi, 38 ára.
4. Kristinn Dagur Gissurarsson, viðskiptafræðingur, 56 ár.
5. Ólöf Pálína Úlfarsdóttir, grunnskólakennari, 57 ára.
Í sveitarstjórnarkosningunum 2010 fékk Framsóknarflokkurinn einn mann kjörinn í bæjarstjórn Kópavogs.