Birna og Steini á Stöð 3

Birna og Steini eru á vaktinni á Stöð 3 á Dalvegi.
Birna og Steini eru á vaktinni á Stöð 3 á Dalvegi.

Birna og Steini eru lögreglumenn á varðsvæðinu Kópavogur og Breiðholt. Þau eru hluti af útkallsliðinu á Stöð 3 á Dalvegi. Við fengum þau í stutta „yfirheyrslu“ um starf þeirra á Stöð 3.

Birna kemur að norðan og hóf störf árið 2013.

Hvað finnst þér skemmtilegast við að vera í lögreglunni?
Það er fjölbreytnin, það er enginn dagur eins. En svo er gaman að vera kona í karlaumhverfi.

Hvað er gaman við það?
Ég veit ekki alveg hvað það er, en þetta er áskorun fyrir mig og það er oft gott að vera með bæði karl og konu saman í útköllum.

Hvernig er að vinna í Kópavogi og Breiðholti?
Það er mjög skemmtilegt. Hér eru góðir vinnufélagar og í alla staði flottur hópur.

Steini er í fyrsta hópi þeirra sem sækir nýja lögreglunámið hjá Háskólanum á Akureyri og starfar á stöð 3 á Dalvegi í sumar.

Hvernig er að vera kominn á vakt í Kópavogi/Breiðholti?
Það er fínt. Ég valdi að fá að koma hingað.

Af hverju vildir þú það?
Hér eru fjölbreyttustu verkefnin, hverfið er svo blandað. Svo var ég búinn að heyra að það væri góður mórall á lögreglustöðinni og það hefur verið tekið vel á móti mér hér.

Hvað fékk þig til að vera lögreglumaður?
Þetta er spennandi starf, skemmtilegt sambland af inni og útivinnu.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar