• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • 2021
  • Dreifingastaðir
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Dreifingastaðir
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Bjarni Sigurbjörnsson og Kristinn Már Pálmason í Anarkíu

Bjarni Sigurbjörnsson og Kristinn Már Pálmason í Anarkíu
ritstjorn
30/10/2014

Laugardaginn 1. nóvember kl. 15–18 verða opnaðar tvær nýjar myndlistarsýningar í Anarkíu listasal í Kópavogi. Báðar sýningarnar standa til 22. nóvember.

Í neðri salnum er sýning Bjarna Sigurbjörnssonar, Andstæður. Á þessari sýningu tekst Bjarni á við hugtakið andstæður og ólík birtingarform þess. Í kínverskri heimspeki er Yin hið kvenlæga, neikvæða sem birtist í eðli hins dökka, blauta, kalda, óvirka og tvístraða. Þetta er önnur hlið andstæðnanna sem skapandi orka aðskilur og bræðir saman og fæðir af sér fyrirbærið veröld. Hin hliðin er Yang, hið karllæga sem einkennist af ljósi, hlýju, þurrki og elju. Þessar andstæður þarfnast hvor annarrar til að skapa veröldina sem við lifum í, hvort sem átök eða jafnvægi ríkja þeirra á millum. Hliðstæða andstæðuhugsun er einnig að finna í öðrum menningarheimum, meðal annars í norrænum goðsögum þar sem hinu formlausa, myrka og mystíska er teflt gegn hinu bjarta, skarpa og skipulagða. Sýningin samanstendur af tveimur stórum málverkum og fundnum hlutum. Þar kallast á hlutgervi, áferð og rými. Er málverk ásýnd? Er málverk gluggi inn í aðra vídd eða annan heim eða er málverk hlutur í rými? Getur hlutur verið ásýnd og getur ásýnd verið hlutur?

Bjarni Sigurbjörnsson er fæddur í Reykjavík 1966. Hann nam myndlist við Art Institute í San Francisco 1990–1996. Bjarni hefur um árabil kennt við Myndlistarskóla Kópavogs og er einn af stofnendum Anarkíu. 

Bjarni Sigurbjörnsson er fæddur í Reykjavík 1966. Hann nam myndlist við Art Institute í San Francisco 1990–1996. Bjarni hefur um árabil kennt við Myndlistarskóla Kópavogs og er einn af stofnendum Anarkíu.

Sýning Kristins Más Pálmasonar í efri sal Anarkíu nefnist Gagnaugað og samanstendur af nýjum málverkum unnum með akríl, akrílpennum og málningarsprautu á striga og pappír. Kristinn Már tekur „skrípó abstrakt“ stílinn skrefinu lengra á þessari sýningu en byggir jafnframt á dulhyggju og táknfræði. Upp í hugann koma „ný skipun“ og afbyggt lögmál eða jafnvel viðsnúið, kaótískt reglu skipulag. Myndbyggingin er afar mikilvæg í þessu samhengi og fær augað með í dans og hugann í þraut. Myndmálið samanstendur af hlutverulegum ímyndum, abstrakt pensilskrift og annarlegum hliðstæðum. Formin eru stundum tákn, jafnvel erkitýpur, en einnig gersneydd sértækri merkingu enda er meiningin ekki að segja sögu heldur þróa e.k. alþjóðlegt myndmál. Kristni er hugleikin spurningin: Hver eru sjónræn gæði ímyndar og hvert er virði hennar? Hvar sjónræn þráin vex og hvernig dafnar hún best.

Kristinn Már Pálmason er fæddur í Keflavík 1967. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1990–94 og The Slade School of Fine Art, University College London 1996–98. Hann hefur komið að ýmiskonar menningarstarfsemi og er annar stofnenda og sýningastjóri Anima gallerís í Reykjavík og einn af stofnendum Kling & Bang gallerís.

Bæði Bjarni og Kristinn Már eiga að baki fjölda einkasýninga auk þátttöku í samsýningum og samvinnuverkefnum hér heima og erlendis.
Anarkía listasalur er til húsa í Hamraborg 3 í Kópavogi (gengið inn að norðan) og er opinn þriðjudaga til föstudaga kl. 15–18 og um helgar kl. 14–18.

Kristinn Már Pálmason: Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn (2014).

Kristinn Már Pálmason: Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn (2014).

Efnisorðá döfinniAnarkíamenning
Fréttir
30/10/2014
ritstjorn

Efnisorðá döfinniAnarkíamenning

Meira

  • Lesa meira
    Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár

    Leikfélag Kópavogs var stofnað árið 1957 og er því elsta menningarfélag í Kópavogi. Árið 2007 flutti leikfélagið...

    ritstjorn 12/05/2022
  • Lesa meira
    Vinir Kópavogs vara við harmleik

    Auglýsing sem Vinir Kópavogs hafa birt á samfélagsmiðlum hefur vakið athygli. Þar er varað við harmleik í...

    ritstjorn 03/05/2022
  • Lesa meira
    Geir Ólafs lofar stemningu í Kópavogi

    Stórsöngvarinn Geir Ólafsson ætlar sér stóra hluti í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hann skipar 2. sæti á lista...

    ritstjorn 02/05/2022
  • Lesa meira
    Sjálfbærniskýrsla Kópavogs 2021

    Sjálfbærniskýrsla Kópavogs fyrir árið 2021 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs um miðjan mánuðinn. Í skýrslunni er fjallað...

    ritstjorn 27/04/2022
  • Lesa meira
    Knattspyrnufélagið Augnablik 40 ára

    Í ár eru 40 ár síðan nokkrir ungir menn komu saman í þáverandi félagsheimili Breiðabliks í gömlum...

    ritstjorn 24/04/2022
  • Lesa meira
    Reykjanesbraut verði sett í stokk

    Tillagan Borg í mótun/Grænn miðbær var hlutskörpust í hugmyndasamkeppni um þverun Reykjanesbrautar ásamt byggð yfir og/eða við...

    ritstjorn 24/04/2022
  • Lesa meira
    Listi Samfylkingar samþykktur

    Á félagsfundi Samfylkingarinnar í Kópavogi nýverið var listi flokksins til bæjarstjórnarkosninga samþykktur einróma. Í níu efstu sætum listans eru: 1....

    ritstjorn 04/04/2022
  • Lesa meira
    Reitur 13: Bæjarfulltrúi leiðréttur af verktökum

    Skipu­lags­ráð Kópa­vogs­bæjar sam­þykkti á fundi sínum 14. mars sl. að vinnslu­til­laga að skipu­lagi á svoköll­uðum reit 13...

    ritstjorn 03/04/2022
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Sigvaldi býður sig fram í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
    Fréttir14/02/2022
  • Bergur Þorri sækist eftir 2. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum
    Aðsent12/02/2022
  • Ásdís vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi
    Aðsent12/02/2022
  • Ómar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
    Fréttir02/02/2022
  • Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár
    Aðsent12/05/2022
  • Forræðishyggja í 100 skrefum
    Aðsent11/05/2022
  • Látum skynsemina ráða
    Aðsent11/05/2022
  • Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka
    Aðsent11/05/2022
Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson Umbrot: Guðmundur Árnason Kópavogsblaðið slf, kt: 6205131800 Sími: 8993024 kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár
    Aðsent12/05/2022
  • Forræðishyggja í 100 skrefum
    Aðsent11/05/2022
  • Látum skynsemina ráða
    Aðsent11/05/2022
  • Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka
    Aðsent11/05/2022

Facebook

© 2022 Kópavogsblaðið slf.