Bjarni Sigurbjörnsson og Kristinn Már Pálmason í Anarkíu

Bjarni Sigurbjörnsson er fæddur í Reykjavík 1966. Hann nam myndlist við Art Institute í San Francisco 1990–1996. Bjarni hefur um árabil kennt við Myndlistarskóla Kópavogs og er einn af stofnendum Anarkíu. 

Laugardaginn 1. nóvember kl. 15–18 verða opnaðar tvær nýjar myndlistarsýningar í Anarkíu listasal í Kópavogi. Báðar sýningarnar standa til 22. nóvember.

Í neðri salnum er sýning Bjarna Sigurbjörnssonar, Andstæður. Á þessari sýningu tekst Bjarni á við hugtakið andstæður og ólík birtingarform þess. Í kínverskri heimspeki er Yin hið kvenlæga, neikvæða sem birtist í eðli hins dökka, blauta, kalda, óvirka og tvístraða. Þetta er önnur hlið andstæðnanna sem skapandi orka aðskilur og bræðir saman og fæðir af sér fyrirbærið veröld. Hin hliðin er Yang, hið karllæga sem einkennist af ljósi, hlýju, þurrki og elju. Þessar andstæður þarfnast hvor annarrar til að skapa veröldina sem við lifum í, hvort sem átök eða jafnvægi ríkja þeirra á millum. Hliðstæða andstæðuhugsun er einnig að finna í öðrum menningarheimum, meðal annars í norrænum goðsögum þar sem hinu formlausa, myrka og mystíska er teflt gegn hinu bjarta, skarpa og skipulagða. Sýningin samanstendur af tveimur stórum málverkum og fundnum hlutum. Þar kallast á hlutgervi, áferð og rými. Er málverk ásýnd? Er málverk gluggi inn í aðra vídd eða annan heim eða er málverk hlutur í rými? Getur hlutur verið ásýnd og getur ásýnd verið hlutur?

Bjarni Sigurbjörnsson er fæddur í Reykjavík 1966. Hann nam myndlist við Art Institute í San Francisco 1990–1996. Bjarni hefur um árabil kennt við Myndlistarskóla Kópavogs og er einn af stofnendum Anarkíu. 
Bjarni Sigurbjörnsson er fæddur í Reykjavík 1966. Hann nam myndlist við Art Institute í San Francisco 1990–1996. Bjarni hefur um árabil kennt við Myndlistarskóla Kópavogs og er einn af stofnendum Anarkíu.

Sýning Kristins Más Pálmasonar í efri sal Anarkíu nefnist Gagnaugað og samanstendur af nýjum málverkum unnum með akríl, akrílpennum og málningarsprautu á striga og pappír. Kristinn Már tekur „skrípó abstrakt“ stílinn skrefinu lengra á þessari sýningu en byggir jafnframt á dulhyggju og táknfræði. Upp í hugann koma „ný skipun“ og afbyggt lögmál eða jafnvel viðsnúið, kaótískt reglu skipulag. Myndbyggingin er afar mikilvæg í þessu samhengi og fær augað með í dans og hugann í þraut. Myndmálið samanstendur af hlutverulegum ímyndum, abstrakt pensilskrift og annarlegum hliðstæðum. Formin eru stundum tákn, jafnvel erkitýpur, en einnig gersneydd sértækri merkingu enda er meiningin ekki að segja sögu heldur þróa e.k. alþjóðlegt myndmál. Kristni er hugleikin spurningin: Hver eru sjónræn gæði ímyndar og hvert er virði hennar? Hvar sjónræn þráin vex og hvernig dafnar hún best.

Kristinn Már Pálmason er fæddur í Keflavík 1967. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1990–94 og The Slade School of Fine Art, University College London 1996–98. Hann hefur komið að ýmiskonar menningarstarfsemi og er annar stofnenda og sýningastjóri Anima gallerís í Reykjavík og einn af stofnendum Kling & Bang gallerís.

Bæði Bjarni og Kristinn Már eiga að baki fjölda einkasýninga auk þátttöku í samsýningum og samvinnuverkefnum hér heima og erlendis.
Anarkía listasalur er til húsa í Hamraborg 3 í Kópavogi (gengið inn að norðan) og er opinn þriðjudaga til föstudaga kl. 15–18 og um helgar kl. 14–18.

Kristinn Már Pálmason: Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn (2014).
Kristinn Már Pálmason: Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn (2014).

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Bergljot Kristinsdottir
Jafnréttisvidurkenning2018_1
tonskald
Rebokk fitness
2
Íþróttahús HK í Kórnum.
GIG1
Sundlaug Kópavogs
20361_254978406630_7871862_n