Bjart fram undan, hefjum störf

Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi.
Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG í Kraganum.

Í liðinni viku hleypti ríkisstjórnin í samvinnu við sveitarfélögin af stað verkefninu Hefjum störf. Verkefnið er viðbót við fyrri úrræði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur til að mæta atvinnuleitendum. Með átakinu er áformað að til verði allt að 7 þúsund störf, og að til átaksins verði varið allt að 5 milljörðum króna.

Verkefnið felst í því að fyrirtækjum, félagasamtökum, sveitarfélögum og stofnunum verður gert auðveldara að ráða fólk til starfa í ný störf.  Styrkir  með hverjum starfsmanni geta numið allt að 472 þúsundum með hverju starfi á hverjum mánuði í 6 mánuði, og skilyrtir við að ráðið sé fólk sem hefur verið í atvinnuleit í a.m.k. 12 mánuði. Sveitarfélögin geta svo ráðið fólk sem er að tæma rétt sinn til atvinnuleysisbóta og fá stuðning til þess.  Með þessu er komið til móts við þann stækkandi hóp sem annað hvort er að detta út af atvinnuleysisbótum, eða hefur klárað rétt sinn til tekjutengdra bóta.

Þetta er skynsamleg leið til að grípa þá sem hafa lengst verið atvinnulausir, og misstu  vinnu vegna Covid. Þetta bætist við þær hækkanir atvinnuleysisbóta sem hafa verið gerðar  á kjörtímabilinu.  Tímasetningin er einnig skynsamleg, því með henni má gera ráð fyrir að saman nái viðspyrna samfélagsins í kjölfar bólusetninga og fjölgun starfa vegna þess og átakið. Þannig er þess vænst að þegar landið opnast og störf skapast aftur vegna þess muni stuðningur vegna átaksins smám saman hverfa.

Þessi aðgerð mun skipta heimili atvinnuleitenda miklu máli, enda er sköpun starfa fyrst og síðast fyrir þau sem hafa lengst verið utan vinnumarkaðar. Stuðningurinn með hverju starfi er umtalsvert hærri en lægstu atvinnuleysisbætur, og þannig tryggt að hagur þeirra sem fá störf mun vænkast verulega.

Okkur hefur gengið vel í faraldrinum, það hefur tekist með góðri samstöðu þjóðarinnar. Það er mikilvægt að við höldum út, og klárum þetta verkefni saman. Bólusetningar eru komnar áleiðis og þegar líður á sumarið verður vonandi meginhluti landsmanna bólusettur. 

Nú hækkar sól á lofti og dagurinn lengist. Við sjáum fyrir endann á faraldrinum. Aðgerðir ríkis og sveitarfélaga, í samvinnu við atvinnulífið, munu blása því lífi í samfélagið sem nauðsynlegt er.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar