Björn Ingi Stefánsson, hótelstjóri á Kríunesi: „Kópavogur er paradís ferðamannsins.“

Þrjár kynslóðir á Kríunesi: Helga Börndsóttir, Björn Ingi Stefánsson og Sara Björnsdóttir.

Það tekur aðeins tólf mínútur að aka frá miðbæ Reykjavíkur að Hótel Kríunesi að Vatnsenda í Kópavogi. Hótelið er í sannkallaðri náttúruparadís við Elliðavatn þar sem gestir geta slakað á við fuglaskoðun, gönguferðir, kajakróður á Elliðavatni, farið í fjallaklifur eða leigt sér hjól og hjólað um nágrennið. Hótelið er einnig vinsæll fundastaður hjá fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum. Flestir sem sækja Kríunes heim vilja komast úr ys og þys borgarinnar og sækja í kyrrð og ró.

„Ég vil meina að þetta sé eitt best geymda leyndarmál höfuðborgasvæðisins. Hingað leita mjög margir til að komast í sveitarkyrrð og ró,“ segir Björn Ingi Stefánsson sem á og rekur hótel Kríunes. Um sannkallað fjölskyldufyrirtæki er að ræða þar sem móðir Björns Inga, Helga Börndsóttir, og dóttir hans, Sara Björnsdóttir, starfa einnig á hótelinu með Birni.

Þrjár kynslóðir á Kríunesi:  Helga Börndsóttir, Björn Ingi Stefánsson og Sara Björnsdóttir.
Þrjár kynslóðir á Kríunesi: Helga Börndsóttir, Björn Ingi Stefánsson og Sara Björnsdóttir.

„Hér eru fjöllin allt í kring og vinsælar gönguleiðir. Þetta er eins og að vera í sveit í borg. Svo eru samgöngurnar alltaf að batna og strætó er er ekki lengi héðan og niður í miðbæ Reykjavíkur. Rútufyrirtækin bjóða ferðamönnum að keyra þeim heim í hlað eftir skoðunarferðir. Við stefnum á að hafa hér einnig bílaleigu en núna leigjum við út hjól og kajaka. Hér er púttvöllur, risa-teygjubyssur með skotmark úti á vatni og níu metra hár klifurveggur til að æfa fjallaklifur. Það þarf ekki að keyra í tvo klukkutíma til að komast „út úr bænum í sveitakyrrðina og fallega náttúru, það tekur til dæmis einungis sjö mínútur að keyra frá Smáralind í Kríunes segir Björn.

Hvað hefur Kópavogur fram yfir Reykjavík fyrir ferðamenn?

„Reykjavík hefur djammið. Kópavogur hefur allt hitt. Í Kópavogi er óröskuð náttúra, til dæmis í Heiðmörk. Hér við Elliðavatn er friður, kyrrð og náttúrufegurð. Gestir okkar fá sér göngutúr í kringum vatnið, leigja sér hjól og fylgjast með Norðurjósunum því hér er minni ljósmengun en í bænum. Það er stutt í alla þjónustu, verslun og afþreyingu en almennt séð þá er hér miklu rólegra en í miðbæ Reykjavíkur og við finnum að það er eitthvað sem ferðamenn sækja í. Kjósi menn hins vegar djammið er stutt að fara, en flestir vilja nú fá að sofa í rólegheitunum,“ segir Björn.

Hverjir eru möguleikar Kópavogs í ferðamannaiðnaði?

„Þeir eru heilmiklir. Það er skortur á hótelum og Kópavogsbær má gera miklu betur að draga ferðamenn til sín. Við höfum allt til alls. Það mætti til dæmis skoða það að hafa tjaldstæði og farfuglaheimili nálægt Guðmundarlundi eða fyrir aftan Sorpu nálægt Dalveginum þar sem skátarnir hafa aðstöðu. Það myndi örva verslun gríðarlega mikið á því svæði. Þar er stutt í alla þjónustu; verslun, veitingastaði, kaffihús, bakarí, apótek, bíó, skemmtigarð, Turninn, líkamsrækt, tennis, fótbolta og fleira og fleira. Þaðan er hægt að fara í skemmtilegan göngutúr meðfram læknum og skella sér í sund, svo dæmi sé tekið. Ég tel Kópavog vera paradís ferðamannsins,“ segir Björn Ingi Stefánsson, hótelstjóri á hótel Kríunesi.

Björn Ingi varpar fram áhugaverðri hugmynd um að ferðamenn gætu til dæmis haft aðstöðu nálægt skátaheimili Kópa.
Björn Ingi varpar fram áhugaverðri hugmynd um að ferðamenn gætu til dæmis haft aðstöðu nálægt skátaheimili Kópa.

Hér mætti sjá fyrir sér tjaldstæði eða farfuglaheimili. Stutt væri fyrir ferðamenn að nýta sér þá verslun og þjónustu sem Kópavogur hefur upp á að bjóða, að mati Björns Inga Stefánssonar, hótelstjóra á Kríunesi.
Hér mætti sjá fyrir sér tjaldstæði eða farfuglaheimili. Stutt væri fyrir ferðamenn að nýta sér þá verslun og þjónustu sem Kópavogur hefur upp á að bjóða, að mati Björns Inga Stefánssonar, hótelstjóra á Kríunesi.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,